Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Qupperneq 78

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Qupperneq 78
B r é f m i l l i Þ ó r b e r g s o g N í n u Tr y g g va d ó t t u r 78 TMM 2015 · 1 listarmanna, þ.á m. fyrstu einkasýningu Nínu í Reykjavík árið 1942, sem sætti nokkr- um menningarsögulegum tíðindum. Í tímans rás skrifaði Halldór einnig ýmislegt markvert um myndlist Þorvaldar og Svavars Guðnasonar. Þar að auki keypti hann ítrekað myndir af þeim Nínu, Louisu og Þorvaldi á stríðsárunum, og stuttu síðar af Svavari. Og þar sem Steinn Steinarr hefur ítrekað verið nefndur til sögunnar, er nokkuð ljóst að hann varð fyrir töluverðum áhrifum af þeim myndlistarmönnum sem hann kynntist á stríðsárunum, eins og sést á myndmáli ljóðabálksins Tíminn og vatnið og því sem hann skrifaði um Þorvald Skúlason. Kristján Davíðsson var hneigður bæði fyrir tónlist og skáldskap, spilaði á fiðlu fyrir félaga sína og sótti klassíska tónleika víðs vegar um bæinn. Frá þessum tíma eru til eftir hann teiknuð tilbrigði við tónlist. Löngu seinna efndi Kristján til tónleika á vinnustofu sinni við Barðavog, þar sem m.a. voru flutt ný verk eftir íslensk tónskáld. Eins og fleiri kollegar hans gerði hann myndir af rithöfundum sem hann hafði velþóknun á, þ.á m. Steini Steinarr, Halldóri Laxness, Þórbergi Þórðarsyni, Thor Vilhjálmssyni, Kristjáni Karlssyni, Ástu Sigurðardóttur og sveitunga sínum, Jóni úr Vör. Síðar meir gerði hann eftirminnilega umgjörð utan um ljóðabók Jóns Óskars, Nóttin á herðum okkar og bókakápur fyrir þá Thor og Kristján. A.m.k. tveir myndlistarmenn aðrir höfðu brenn- andi áhuga á tónlist og tónlistarmönnum, nánar tiltekið á Páli Ísólfssyni, orgelleikara og tónskáldi, og gerðu af honum myndir. Annar þeirra var Emil Thoroddsen, sem sameinaði í sjálfum sér tónlist og myndlist, en til er ljósmynd þar sem Páll sést sitja fyrir hjá honum. Hinn, Gunnlaugur Scheving, tilheyrði sömuleiðis eldri kynslóð myndlistarmanna, en lýsti opinberlega yfir stuðningi við markmið ungra kollega sinna í átökum þeirra við Jónas frá Hriflu. Mikilfenglegt portrett hans af Páli Ísólfssyni er öðrum þræði hylling til meistara Bachs, uppáhalds tónskálds þeirra Páls beggja. Gunn- laugur var einnig ákaflega vel lesinn í bókmenntum, eins og vel kemur fram í viðtals- bók þeirra Matthíasar Johannessen. Og fyrst eldri kynslóð myndlistarmanna er nefnd hér til sögunnar, ber auðvitað að geta þess að Ásgrímur Jónsson var hvorttveggja í senn vel lesinn í bókmenntum og ástríðufullur unnandi tónlistar. Hann samdi meira að segja tónlist í anda Mozarts og teiknikompur hans geyma marga uppdrætti af tónlist- arfólki við iðju sína. Nokkrir myndlistarmenn gerðu sér dælt við Þórberg Þórðarson, þó að hann sýndi ekki tiltakanlegan áhuga á myndlist, a.m.k. ekki framan af. Kristján Davíðsson gerði af honum kostulegt portrett rétt eftir stríð, Jón Engilberts gerði bókakápu fyrir hann og mikilúðlegt portrett af honum síðar meir. Eftir að Margrét Jónsdóttir, kona Þórbergs, hóf að safna verkum eftir yngri myndlistarmenn, tengdist skáldið nokkrum þeirra vináttuböndum. Er ekki ólíklegt að Nína Tryggvadóttir hafi kynnst þeim hjónum náið þegar Margrét falaðist eftir mynd eftir hana, sennilega upp úr miðjum sjötta áratugn- um. Af nokkrum bréfum Nínu má ráða að hún hafi gert sér far um að heilsa upp á Þórberg og Margréti í hvert sinn sem hún var stödd á Íslandi. Bréf Þórbergs til Nínu um abstraktlist, astralplanið og tíðindi úr bæjarlífinu sem hér er prentað hefur, að því ég best veit, ekki komið fyrir sjónir almennings. Rakst ég á það um miðjan tíunda áratug síðustu aldar í bókasafni Listasafns Íslands, í möppu sem merkt var Gunnlaugi Scheving. Einhverra hluta vegna fann ég ekki hjá mér hvöt til að birta það fyrr en nú, eftir að mér barst kveikjan að því, hin upprunalega fyrirspurn frá Nínu. Hana er að finna í bréfasafni Þórbergs í Landsbókasafni-Háskólabókasafni. A.I.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.