Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Page 131

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Page 131
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2015 · 1 131 þættri merkingu því að hinn veraldlegi konungur stjórnaði í umboði annars konungs, þess á himnum. Ofmetnaður Dímons klýfur ekki aðeins kóngsríki hans heldur heiminn allan og sprungan liggur þvert gegnum hans eigin borg, hjarta heimsveldis hans. Auðvald Á nútímasviði Tímakistunnar sjáum við hvernig heiminum hefur farnast frá dögum Dímons konungs. Andri Snær Magnason deildi í skáldsögunni Love- Star á neyslusamfélag okkar þar sem allt er verðlagt, þar á meðal draumar mann- anna og þrár. Það er bæði fyndin og hræðileg bók. Í Tímakistunni er, eins og í LoveStar, hætt að lofa fólki betra lífi í smáskömmtum, því hver vill hrukku- bana og hráfæði ef honum býðst eilíf æska og endalaust líf? Þjáningarlaust að auki af því að það er meðvitundarlaust? En það kostar. Það sjá allir. Ef við eigum aðeins að fá það góða, jafnvel það albesta, en sleppa við allt hið illa, hljót- um við að verða að opna budduna. Í því orðabrengli sem við vöndumst í hinu „svokallaða“ góðæri á undan hinu „svokallaða“ hruni 2008, var það illa séð að menn notuðu gamaldags hugtök eins og „stéttir“, „græðgi“, „mannfyrirlitn- ingu“ og „vöruvæðingu“ af því að þau væru mórölsk og fordæmandi (sem þau eru). Verkafólk var kallað „vinnuafl“ en sumar stéttir hafa komist upp á lag með að tala um sjálfar sig sem „mannauð“, landkynning varð „vörumerki þjóðar“, „ímyndakjarni“, „samkeppnishæfni“ og menn áttu að temja sér fjörlega sögu- skoðun sem fól meðal annars í sér sann- leika á borð við þennan: „Náttúrulegur kraftur skýrir hvernig þjóðinni tókst að lifa af í harðbýlu landi, öðlast sjálfstæði, komast á topp lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna og í hóp samkeppnishæfustu þjóða heims á nokkrum áratugum.“ Svona virkar áróður – hann byggist ekki upp á fantasíum eingöngu vegna þess að enginn áróður nær til manna ef hann vísar ekki til einhvers konar samþykkis meirihluta hópsins sem honum er beint að. Hann byggist heldur ekki upp á lygi því fólk er ekki heimskt. Hann byggist upp á hálfsannleika. Þagað er yfir upp- lýsingum sem gætu flækt myndina og gefið gagnrýni byr undir báða vængi. Hugvitsmennirnir sem framleiða tímakistur á framtíðarsviði Tímakist- unnar eru góðir sölumenn. Fyrst búa þeir til almennan ótta við að allt sé að fara fram af hengifluginu, efnahagsmál- in hafi verið í ólestri og verði svo áfram um hríð. Fólki er kannski sagt að stór- veldi bíði eftir að taka öll völd ef við gáum ekki að okkur, sláum skjaldborg um auðlindir okkar, „látum reyna á rétt okkar“ andspænis ólinnandi græðgi annarra og þegar fólk er orðið ringlað og hrætt og finnur á versnandi geð- heilsu að ekkert er að fara vel í lífinu þá er ráðið að kaupa sér áhyggjulausa ævi í tímakistu. Ótti, hálfsannleikur og sameiginlegir óvinir eru einnig áróðurstæki Íguls, hins illa ráðgjafa drottningar á fortíðar- sviðinu. Á nútíðarsviðinu er sú vá sem hefur hlotist af inngripum mannanna í náttúruöflin alls staðar sjáanleg, villtur trjágróður og skógardýr hafa búið um sig í borgunum, enginn er eftir til að rækta jörðina, samfélögin eru hrunin. Barnið Það er alveg óhætt að segja að Tímakist- an sé „distópía“. Ef höfuðsyndirnar sjö eru bornar á þemu Tímakistunnar sjáum við þær næstum allar að verki á fortíðarsviðinu og nokkrar á nútíma- sviðinu. Þær eru: Hroki, öfund, reiði, þunglyndi, ágirnd, ofát og losti. En eitt viðfangsefni í bókinni fellur ekki undir neina af þessum sjö
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.