Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 4

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 4
4 TMM 2016 · 3 Árni Heimir Ingólfsson Þjóð í leit að þjóðsöng Ó, Guð vors lands og valið á þjóðsöng Íslendinga Fáum þjóðum verður eins tíðrætt um þjóðsöng sinn og Íslendingum. Á nokkurra ára fresti spretta upp deilur á opinberum vettvangi um það hvort lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar og ljóð Matthíasar Jochumssonar frá árinu 1874 henti yfirleitt slíku hlutverki eða hvort rétt sé að taka upp nýjan þjóðsöng. Tvennt er það sem menn finna þjóðsöngnum helst til foráttu, að lagið spanni svo vítt tónsvið að það henti ekki almenningi til söngs og að yrkisefnið sé vart við hæfi í nútímaþjóðfélagi þar sem tengsl trúarbragða og þjóðar eru með öðrum hætti en fyrr. Þjóðsöngvar hafa verið skilgreindir sem „sameiginleg rödd þjóðar“ en sú sjálfsmynd sem þar birtist er breytingum háð. Það er í sjálfu sér ekki óþekkt að umræða skapist um þjóðsöng, jafnvel að nýr sé tekinn upp eða hinum eldri breytt með einu eða öðru móti, og að baki því geta legið ýmsar ástæður.1 Í þessu sambandi vill þó gleymast með hvaða hætti Ó, Guð vors lands varð þjóðsöngur Íslendinga. Allt fór það fram með einkar óformlegum hætti og þar réð vilji almennings för. Ekki var farið að ræða þjóðsöngsmál af neinni alvöru fyrr en á fyrstu árum 20. aldar, jafnhliða því sem sjálfstæðisbaráttu Íslendinga vatt fram. Eldgamla Ísafold hafði verið eins konar þjóðsöngur um hríð en var nú á undanhaldi og Ó, Guð vors lands tók að njóta vaxandi hylli. Með tíð og tíma náðist sátt um hið síðarnefnda án þess að til kæmi opinber tilskipun þar að lútandi. Íslendingar kusu sér þjóðsöng „eiginlega óafvitandi“ eins og Guðmundur Kamban komst eitt sinn að orði, og Alþingi setti ekki lög um þjóðsönginn fyrr en árið 1983.2 Í þessari grein verður dregin upp mynd af umræðunni eins og hún birtist á síðum íslenskra dag- blaða á árunum um 1910–20. Hún á ýmislegt skylt við þá umræðu sem fram hefur farið hin seinni ár. Einhverjir finna lagi og texta allt til foráttu, aðrir bregðast til varnar, en sumir velta því fyrir sér hvort Íslendingar eigi einhver þau önnur lög sem geti gegnt hlutverki þjóðsöngs með sóma. „Þjóðsöngur er það ekki!“ Lofsöngurinn Ó, Guð vors lands varð til snemma árs 1874 og var saminn fyrir sérstakt tilefni, hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni sem efnt var til við komu Kristjáns konungs IX til landsins þá um sumarið.3 Íslensk laga-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.