Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 25
É g v e r ð a l l t a f s v o h i s s a TMM 2016 · 3 25 túbera hárið fyrir Tónabæ, semja dans við nýjasta Wham-lagið og öfunda stelpurnar í skólaferðalögunum af bláa maskaranum sem þær voru nýbúnar að kaupa. Ég veit ekki hvort þetta risti djúpt eða hafði áhrif, þessi áratugur er bara svo kostulegur, svo myndrænn og litríkur, öll form svo ýkt, og eftir- minnilegur af þeim sökum. En ekkert sem breytti lífi manns. Mundirðu vilja lýsa í fáum orðum fyrsta eina og hálfa áratug þessarar aldar, hvernig tímabilið birtist þér á Íslandi? Aldamótin urðu ekki eins stórkostleg og allir vonuðu og héldu. Þetta er að mestu leyti sama bröltið. Auðvitað jók hringekjan dálítið hraðann á fyrstu áratugum aldarinnar, þensla og almenn mikilmennska – ég man að þegar ég var blaðamaður varð þetta okkur oft að yrkisefni, hvað svona hraðar lífstíls- breytingar ættu eiginlega að þýða. Svo varð skipbrot sem lækkaði rostann í okkur öllum, það var ágætt. Ég á vin sem býr erlendis en hefur eytt lunganum af árinu hér, innan um túristana og nýju kaffihúsin. Hann segir: Ég sakna eiginlega gömlu Reykja- víkur, þegar allt var ömurlegt. Mér finnst það fyndið, svona er lífið, frelsi, brandarar og glataður smekkur. *** Þú ferðast mikið og dvelur langdvölum í útlöndum til að skrifa. Sækirðu í áhrif frá stöðunum og/eða í einangrun frá heimahögunum? Já, ég held að tilgangurinn sé einangrun frá öllu hér, svo seytla áhrifin frá staðnum inn, en ekki endilega þessa stundina, heldur seinna. Sólar sögu skrifaði ég ekki í Bologna þó hún gerðist þar, skrifaði hana á Grikklandi, svo komu áhrifin þaðan fram í Túlípanafallhlífunum. Ég ætla ekki að spyrja þig um áhrifavalda en áttu bók/bækur sem fylgja þér á ferðalögunum? Eins og Chopin tók nótur Bachs með sér til Mallorca – ég nefni Chopin afþví þú gafst mér eitt sinn hanska í afmælisgjöf. Ég kaupi mér oft bækur á flugvöllum og þær verða förunautar mínir, frekar en ég taki með mér bækur héðan, reyndar tók ég Íslenskan aðal með mér til Berlínar síðast. Mér finnst skemmtilegra að lesa það sem er að gerast á stöðunum sem ég kem til, eitthvað sem rímar við andrúmsloftið, einnig dagblöð staðarins hafi ég aðgang að tungumálinu, þessi stóru dagblöð með greinum sem manni finnst skipta máli. *** Nú koma auðveldar spurningar: Hvert er uppáhaldsorðið þitt? Þetta er erfiðasta spurningin hingað til! Þau eru mörg. Má ég skjóta inn frá öðrum? Ég á þýska vinkonu sem talar íslensku en hún segir að ef hún ætti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.