Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 27

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 27
É g v e r ð a l l t a f s v o h i s s a TMM 2016 · 3 27 Hvað meturðu minnst í fari manneskju? Yfirborðsmennsku eða tengslaleysi einhvern veginn. Hverjir eru kostir þínir? Hvað meturðu mest í eigin fari? Ég reyni yfirleitt að vanda mig. Og kannski bara orðheldni. Og ekki bein- línis þyngsli heldur jarðbinding. Afsakaðu frammígripið, ég veit um tvennt afþví ég sat einu sinni á fundi með þér og Ingibjörgu Haraldsdóttur á Hótel Borg og þið eigið sameigin- legt þetta: örlæti og kurteisi. Nú, það er þá beint frá mínu fólki, mamma og amma yrðu mjög glaðar að heyra ef það hefur heppnast hjá þeim, þær eru allavega þannig. Hvað metur þú minnst í eigin fari? Veit ekki hvort ég eigi að segja leti, heldur svona gauf. Eyða tímanum. Og varkárnin getur stundum verið of mikil, svo athyglisbrestur í eldhúsi, sem ég veit ekki hvort er ólæknandi en er óþolandi – allavega fyrir aðra. Svefnsýki. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vinna. En mér finnst líka skemmtilegt að finna fyrir náttúrunni og tala við vini mína sem eru allir frábærir og hafa margir svo margt að segja, þess vegna missir maður af mörgu ef maður er mikið einn, það er ekki hættulegt, en maður fer á mis við þetta frábæra fólk. Mér finnst skemmtilegt að tala við þig t.d. og mér fannst skemmtilegt að gera 1005. Hver er hugmynd þín um (fullkomna) hamingju? Gott það sé innan sviga, annars væri ekki hægt að svara þessu. Best að nota orðalag sem ég sá nýlega: að sitja vel í sjálfum sér – sá þetta um daginn á prenti og þetta segir svoldið mikið. Og þegar allt er í réttum skorðum í kringum mann og maður veit að öllum líður bærilega, í sviga: vel. Áhyggjur valda því að það kvarnar upp úr hamingjunni – (Sigurbjörg bendir á borð þar sem hefur kvarnað upp úr) – þær skaða hamingjuna. Hver er uppáhaldsliturinn þinn og blóm? Blóðrauður á leiðinni út í vínrautt – litur sem maður ímyndar sér að sé innan í manni. Og blóm … ætli það sé ekki tromptúlípani – útaf orðinu. Uppáhaldsfugl? Sennilega svanur. Ég hef samt skrifað talsvert um geirfuglinn. Áttu þér listrænt manifestó? Ég hafði einhvern tímann þessa viðmiðunarlínu: Það má finna en það er bannað að leita.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.