Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 35
Pá fa s t ó l l i n n TMM 2016 · 3 35 hafði yfir flest þeirra sem gerði mér erfitt fyrir að rata eftir kortinu. Ég villtist í nokkra hringi um hæðirnar ofan við Smáralind þar til ég sá ljósa- skilti á vegg merkt fyrirtækinu sem ég leitaði að. Byggingin var kassalaga, steinsteypt og nýleg eins og öll húsin þarna. Við hliðina á var fatahreinsun, vídeóleiga og sjoppa, og hinum megin við götuna var skemmtistaðurinn Players. Ljósin í flestum húsunum voru slökkt og engir vegfarendur sjáan- legir. Ég tók stefnuna á upplýstan stigagang þar sem hékk annað skilti merkt fyrirtækinu. Á þriðju hæð gekk ég inn í bjarta biðstofu með tveimur leðursófum og standard fiskabúri úr Hvernig biðstofur eiga að vera-handbókinni, og á gler- borði lágu tímarit. Bak við gat á einum veggnum sat ritari og leit upp þegar ég gekk inn. Ég var of seinn en þóttist viss um að það skipti ekki máli; bið- stofur í heilbrigðiskerfinu eru ekki fyrir lækna sem bíða eftir sjúklingum. „Góðan daginn,“ sagði ég og staðnæmdist við gatið. „Ég á tíma klukkan átta fimmtán.“ Ritarinn leit á blað fyrir framan sig, brosti og sagðist láta vita þegar röðin kæmi að mér. Ég settist í annan sófanna. Á borðinu næst mér var hrúga af tímaritum, þessi venjulegu – Séð og heyrt frá 2007 og Nýtt líf og Lifandi vísindi, meira að segja eitt National Geographic frá 1987 með umfjöllun um átökin í Pal- estínu – ég blaðaði í gegnum það og sá að vonir voru bundnar við að friðar- viðræður myndu skila árangri. Djöfulsins viðbjóður, hugsaði ég og teygði mig í Séð og heyrt. Fremst voru myndir úr afmæli einhvers fábjána á snekkju og á öftustu opnunni lét þybbin stelpa af Selfossi glitta í geirvörturnar á sér og sagðist vera á leið í viðskipta- fræði í HR. Eftir nokkrar mínútur birtist læknir og kallaði upp nafnið mitt á þennan hátt sem læknar eru einir um að leyfa sér – eins og þeir séu að biðja mann um að fara út og koma aldrei aftur. Ég elti lækninn inn á skrifstofu, hann plantaði mér í stól fyrir framan skrifborð og við fórum hratt yfir krabba- meinssöguna og sæðið sem var fryst. „Það er þetta árlega gjald,“ sagði hann og pírði augun á tölvuskjáinn sinn. Ég hafði sent þeim póst til að spyrja um nauðsyn þess að borga fyrir frystinguna. „Þú vilt losna við að greiða það, er það ekki rétt?“ „Jú. Þetta er soldið mikið, átta þúsund kall á ári. Ég hef alveg efni á því en þú veist, ef ég kemst hjá því –“ „Ég skil þig. Þá þurfum við að athuga stöðuna á þér í dag. Það er auðvitað óþarfi að vera að geyma þetta ef allt er í lagi núna.“ Hann leit af tölvunni og á mig, meðvitað og ábyrgt, ekki þungt en þó alvörugefið – sem sagði mér að engin ástæða væri til ótta en samt yrði gert ráð fyrir því versta og vonast eftir því besta. Læknar! „Við þurfum að skoða sæðistalningu hjá þér, ef hún er í fínu lagi núna þá getum við auðvitað hætt að geyma þetta. Þá förgum við gamla sýninu. Og þú þarft ekkert að borga.“ „Það væri flott,“ sagði ég. „Hvernig teljið þið annars magnið í svona sýni?“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.