Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 37

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 37
Pá fa s t ó l l i n n TMM 2016 · 3 37 þetta með þér. Farðu fram í móttökuna og hún stelpa sýnir þér hvert þú átt að fara.“ Ég tók við dollunni, læknirinn stóð upp og rétti mér höndina og við hristum. *** Stelpan, öðru nafni ritarinn, var ekki með nafnspjald klemmt á sig og aðstæðurnar virkuðu tvímælalaust of persónulegar til að spyrja að nafni. Þegar ég sýndi henni dolluna og sagðist eiga að skila sýni vísaði hún mér eftir löngum gangi út af biðstofunni. „Við endann til vinstri. Farðu bara inn,“ sagði hún og var ekki vandræða- leg þótt hún vissi eflaust hvað ég væri að fara að gera. Fas hennar virkaði samt fullfrísklegt miðað við að klukkan væri rétt að ganga níu að morgni. En hvað í andskotanum veit ég um hvernig dagvinnufólk lætur í upphafi dags? Beggja megin gangsins voru dyr sem lágu að fleiri sýnatökuherbergjum eða hvað veit maður, og ég opnaði til vinstri inn á ofurvenjulegt, pínkulítið klósett, varla stærra en tveir fermetrar: vaskur, spegill, klósett og gólfpláss sem rétt nægði til að opna dyrnar. Merkingin á dyrunum var WC, engin aðgreining milli karla og kvenna og mér sýndist eins og herbergið væri ekk- ert sérstaklega ætlað gestum sem ætluðu að fróa sér ofan í dollu, skila sýnum, heldur bara almennt ætlað starfsfólki á stöðinni. – Ég var einhvern tímann leiðréttur af íslenskufræðingi þegar ég sagðist ætla á klósett en svona lýgur tungumálið, þú ferð ekkert á baðherbergi án baðs, þar er bara ofurvenjulegt, skitið klósett. Ég steig inn fyrir og lokaði á eftir mér, skildi eftir feimnina og varð pirr- aður á þessu öllu. Upp úr tvítugu bauð vinur minn mér til Amsterdam yfir helgi; fyrsta daginn var hann vankaður af dóplöngun og keypti nestisfilmu með ysta lagi af kókaíni – svindlað á honum – og daginn eftir var hann stjarfur af mellu- löngun þangað til hann drakk loksins í sig kjark til að vaða inn í rauðlýstan kjallara án þess svo mikið sem að kveðja mig – við vorum í göngutúr milli tveggja bara hélt ég – og á meðan hann lauk sér af drap ég tímann inni í klámbúð hinum megin við götuna. Aftast í búðinni var herbergi, auglýst á skiltum úti um alla búð, fyrir fólk til að fróa sér; ég var drukkinn og datt ekkert betra í hug, fannst auk þess eins og ætlast væri til þess af mér að borga fyrst ég hafði hangið þarna inni í fimm mínútur og það var ekki eins og manni liði vel eða dræpi tímann við að sjá tittlinga uppi í munninum eða rassinum á konum hvert sem maður leit. Þess vegna ákvað ég að fara inn í helvítis herbergið, tók einhverja meinlausa spólu að deskinum og afgreiðslu- maðurinn vísaði mér inn gang baka til í stórt herbergi með rauðum gard- ínum, sófa, lava-lampa og gosdrykkja-sjálfsala í horninu. Uppi á vegg var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.