Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Qupperneq 40

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Qupperneq 40
S t e i n a r B r a g i 40 TMM 2016 · 3 ske kynni – og snerti mig nokkrum sinnum og reyndi að hugsa um eitthvað kynferðislegt en varð bara pirraður. Ég læt ekkert sérstaklega vel að stjórn, eða þannig. Ef ég á að gera eitthvað reyni ég allt sem ég get til að sleppa við það, jafnvel þótt mér hafi áður þótt það gott. – Segjum að ég fari fjórum sinnum á mánuði á einhverja go kart- braut í Hafnarfirði, eða í laser tag í Skeifunni af því ég hef gaman af því, svo einn daginn á að steggja einhvern kunningja minn og mér er sagt að mæta í go kart í hádeginu – þá sleppi ég því; mig langar ekki lengur af því að mín er vænst, gert er ráð fyrir að ég mæti, ég á að mæta. Og ef hárið á mér vex of lengi, dekkar eyrun og ég lít svo bjánalega út að ég verð að fara í klippingu, þá fer ég ekkert í klippingu, gríp heldur rafmagnsrakvélina einn daginn nývaknaður og raka það allt af mér á veröndinni uppi í sumarbústað. Þegar ég kom aftur niður var Emma orðin hress. Kötturinn lá við hlið hennar í sófanum og leyfði henni að klóra sér á maganum. Ég settist hinum megin við borðið frá þeim og Emma spurði hvernig hefði gengið. „Með hvað?“ „Varstu ekki í rannsókninni? Skila þessu sýni?“ Ég gretti mig. „Jú. Það gekk ekki … Ekkert sýni.“ „Áttirðu ekki að skila því núna?“ „Jú. Ég gat það bara ekki.“ „Nú …“ Kötturinn spratt á fætur og hljóp út úr herberginu án þess að ég sæi nokkra ástæðu fyrir því. „Voru engin klámblöð?“ „Nei.“ Mér fannst eins og ég ætlaði að bæta einhverju við en þagnaði. Það var betra, Emma var þannig á svipinn, eða ég bjó til svip á hana af því ég vissi að við ætluðum út á eitthvert hættulegt svæði saman og að það besta í stöðunni væri að sitja með öllu hreyfingarlaus og þegja. „Hvað gerðirðu þá? Reyndirðu að hugsa um eitthvað?“ „Mig langar ekki til að tala um það,“ sagði ég. „Þetta er vandræðalegt.“ „Af hverju?“ „Af hverju! Keyra upp í Smáralind og fróa sér oní dollu inni í herbergi?“ Ég hló eins hátt og ég gat og meinti það, þannig, og Emma tók undir en samt sá ég ennþá þennan svip á henni eftir að hún hætti að hlæja. – Sem sagði mér að þetta væri einn af þessum dögum sem hún þurfti meira en hálftíma til að ná úr sér svefnstjarfanum, og að hún ætlaði að halda áfram. Pör eru saman af því þau vita hvenær á að hætta að spyrja. „Og hvað?“ sagði hún og lét auglitið reika, horfði út um gluggann, að bókahillunum, eins og hún spyrði af áhugaleysi en það var leikrit, ég sá það. Og hún vissi að ég sá það. „Hvað hugsaðirðu um?“ „Meðan ég reyndi þetta? Ertu virkilega að spyrja að því?“ „Já.“ „Kommon.“ Ég hugsaði um leiðir til að eyða talinu, ég færi að minnsta kosti ekki að tala um stelpuna frá Selfossi. Svo datt mér í hug páfastóllinn. „Hefurðu heyrt um páfastólinn?“ spurði ég.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.