Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 41
Pá fa s t ó l l i n n TMM 2016 · 3 41 „Páfastólinn?“ „Já, þessi stóll þarna.“ Ég ræskti mig. „Þegar nýr páfi er valinn þarf að tryggja það að hann sé karlkyns, af því að einhvern tímann var kona sem svindlaði sér í stöðuna, skilurðu. Þannig að Vatíkanið er með sérstakan stól tilbúinn þegar nýr páfi er krýndur, stóllinn er með holu í miðri setunni og nýi páfinn sest á stólinn, allsber undir skikkjunni.“ „Kyrtlinum … Ekki skikkjunni.“ „Kyrtlinum. Hann er allsber undir kyrtlinum og lætur punginn á sér síga niður í gegnum þessa holu á páfastólnum, þá er kallað í einhvern kardínála sem þreifar um dótið til að tryggja að páfinn sé karl.“ „Í alvöru?“ Hún kveikti sér í sígarettu. „Varstu að hugsa um þetta?“ spurði hún og svo trompuðumst við bæði úr hlátri. „Nei, auðvitað ekki. En kannski hefur einhver gert það einhvern tímann; hafa ekki verið fimmtán hundruð ár af páfum?“ Ég stóð upp og sagðist þurfa að hringja, sem var engin lygi. Vinur minn ætlaði að gifta sig eftir tvær vikur og betri vinur hans, eða þannig skildi ég það, var að skipuleggja steggjun fyrir hann – fallhlífastökk, laser tag og andskotans, guðsvolaðar steikur og ofdrykkju fram undir morgun. „Ekki fara núna!“ hrópaði Emma. „Ég vil tala meira um þetta. Hvað er málið? Af hverju hleypurðu í burtu?“ Ég settist aftur og vissi um leið að það voru mistök. Ég hefði átt að hlæja, veifa hendinni og labba út. „Það er ekkert að tala um. Þetta er bara erfitt.“ „Er þá ekki betra að við tölum saman um það? Af hverju er það svona erfitt?“ Ég sagði ekki neitt. – Af því að sumt er persónulegt, pör geta ekki deilt öllu af því að þá slokknar í einhverju sem er lífsnauðsynlegt, ef ekki heilagt, ég veit það ekki. Ég ákvað að steinþegja bara og gefa þetta frá mér, ég hef leiðinlega tilhneigingu til að greina hluti til dauða en ég er að minnsta kosti ekki haldinn sjúklegri þörf – óöryggi? – til að komast yfir innstu hugs- anir annarra, mér var slétt sama hvað Emma hugsaði um þegar hún fróaði sér og ég vildi ekki vita það, stóð engin ógn af því þótt ég þættist nokkurn veginn viss um að ég kæmi þar ekki við sögu nema í undantekningartil- fellum, ekki fer bollinn að fróa sér yfir undirskálinni, nei, hann fróar sér yfir gafflinum, hnífnum eða hitaplöttunum, hvað veit ég. Raunar hefði ég álitið Emmu sjúka ef ég kæmist að því að hún fróaði sér – eftir margra ára sam- band – við ímyndanir af okkur tveimur í samförum, mér að fróa mér inni á klósetti í Smáralind eða hvað það var. Ég hefði getað sagt þetta allt saman en ég nennti því ekki, ég sá að hún var ekki í skapi til að sleppa á því tökunum og nei, ég vildi ekki vita hvað hún hugsaði um og þessi lína hefði áreiðanlega leitt okkur þangað. Sjúkt. „Þú segir ekki neitt.“ Hún hallaði sér fram í stólnum. „Er það eitthvað sem þú skammast þín fyrir?“ „Hvað þá?“ sagði ég og gat ekki leynt pirringnum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.