Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 45
Pá fa s t ó l l i n n
TMM 2016 · 3 45
rafmögnuðust og leystust upp og hurfu. Ég lyfti dollunni og sprautaði ofan í
hana, flýtti mér svo að skrúfa á lokið og gyrða upp um mig buxurnar.
***
Á eftir fórum við Starkaður upp í Smáralind að skila sýninu. Ég nennti ekki
að útskýra fyrir honum dolluna, enda vil ég ekkert vita sjálfur um sæði vina
minna, eða bara sæði yfirhöfuð; þetta eru ógeðslegar frumur með hala – með
hala – og hönnunin á þeim eins og klippt út úr b-mynda hrollvekju, eitt-
hvað sem gerðist meðan Guð leit undan. Ég laug því að ég þyrfti að sækja
reikning fyrir Emmu sem hefði farið til sálfræðings þarna upp frá og vildi fá
endurgreitt frá stéttarfélaginu. Ég hafði miðstöðina í botni svo kólnaði ekki í
bílnum og dolluna vafða inn í trefil sem ég klemmdi á milli lappanna.
Sama stelpan var í móttökunni, ég afhenti dolluna og hún tók við henni
yfir afgreiðsluborðið. Ég kvittaði á pappír og stelpan sagði að þau hefðu sam-
band þegar niðurstöðurnar bærust. Ég flýtti mér út, skrefi fjær fortíð minni
og glaðari en ég hafði verið í mörg ár. Þessi fáránlegi heimur.
Eftir helgi, eitt grátt þriðjudagssíðdegið, hringdi svo læknirinn og sagði að
ég væri frjór eins og ekkert hefði nokkru sinni komið fyrir, og ég staðfesti
að hann mætti eyða gamla sýninu: brenna það í skemmu á Suðurnesjum, í
arninum heima hjá sér eða hvar sem væri, það skipti mig ekki lengur máli.
Viku síðar hætti ég með Emmu eftir fimm ára samband, og fjórum mán-
uðum eftir það var hún orðin ólétt eftir annan mann. Þetta líf er eins og
draumur.