Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 48
48 TMM 2016 · 3 H va ð e r í s l e n s k u r r i t h ö f u n d u r ? „Kannski. Ég er líka með sigg á hnjánum.“ Hann hlær. Hann hlær eins og myndarlegt fólk gerir. Djúpir hljómar. Hvítt bros. Hlý augu. Dökkt hrokkið hár. Breiður brjóstkassi. Sterkir handleggir til að búa okkur hreiður. „Það er gott að eiga einhvern að,“ segir hann og loksins skil ég hvert við erum að fara. Ég hef gengið þessa leið ótal sinnum. Fram og aftur. Fram og aftur að þessum einstaka stað þar sem „Jesús elskar þig,“ segir hann. Ég sendi honum gengilbeinubrosið mitt. Eigandinn minn, eigandi veit- ingahússins þar sem ég vinn, leggur á. Hún er reiðubúin að spjalla. Pólverji gekk fram og tilbaka fyrir framan útidyrnar sínar. „Ég er búinn að týna lyklunum mínum,“ svaraði hann þegar nágrannarnir spurðu. Þeir reyndu meira að segja að leita saman í smástund. Daginn eftir sagðist hann hafa loks fundið lyklana í bílnum, en sannleikurinn var sá að hann opnaði dyrnar hjá sér með hníf. „Ég vildi ekki að þau héldu að ég steli svo ég laug.“ Frá Póllandi. Frá Póllandi. Frá Póllandi. Frá Póllandi. Frá Póllandi. Frá Póllandi. Frá Póllandi. Frá Póllandi. Frá Póllandi. Frá Póllandi. Tilboð. Bónus. Tilboð. Pylsa. Tilboð. Tilboð. Tilboð. Frá Póllandi. Frá Póllandi. Frá Póllandi. Frá Póllandi. Frá Póllandi. Frá Póllandi. Póstburðarkonan hefur verið að minna innflytjendafjölskyldu á að setja nöfnin þeirra á bjölluna. „Vinsamlegast merkið bjölluna,“ skammast hún, „annars fáið þið kannski ekki póstinn ykkar.“ Mest pirrandi póstburðar- konan í 101 Reykjavík. Loksins kemur hún að hvítum miða undir bjöllunni við hliðina á útidyrum fjölskyldunnar. Á honum stendur Bjalla. Sáldrið örlitlu hveiti á borðflötinn, fletjið út deigið og skerið í form eftir smekk með kökuformum. Leggið kökurnar á smurðar plötur með þriggja sentimetra millibili. Sáldrið venjulegum eða lituðum strásykri yfir og bakið í ofni. Árið 1945, eftir að hafa flatt út Evrópu í sex ár, skáru þeir Pólland út án austurhornsins, en því var í staðinn hnoðað saman við leyfar af Þýskalandi og síðan klesst svo klunnalega á vestrið að allir vissu að þetta var fölsun. Sorglegt viðbótarlag. Tveimur árum síðar voru engir þýskir ríkisborgarar lengur í póst-þýsku borgunum. Þarna voru Pólverjar, fluttir úr austrinu og sviptir öllu samhengi, sem héldu aldrei að þeir myndu dvelja lengi. Yfirgefnu þýsku póstkassarnir voru kallaðir Briefe. Bréfin. Hún hefur setið ein í sófanum í einn eða tvo tíma. Hún hefur tvisvar beðið mig um fría ábót á kaffið og ég helli í bollann þótt ég sé ekki viss hvort ég eigi að gera það. Sennilega ekki, en lærð kurteisin þrýstir nokkrum dropum í viðbót af heitu vatni í gegnum gömlu espressóvélina. Til að komast hjá sam- viskubiti laga ég kaffið með korgi. Hálfkákssiðferði. „Gerðu svo vel.“ Ég legg bollann á borðið fyrir framan hana, ljóshærða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.