Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 49

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 49
Í s l a n d p ó l e r a ð TMM 2016 · 3 49 konu á sextugsaldri. Mjög glæsileg. Íslensk gyðja gæti maður sagt. Víkinga- kona með hafnaboltahúfu. „Thank you. Where are you from?“ spyr hún. „Frá Polandi.“ „Oh, from Poland? How nice!“ Hún brosir. Fallegt andlit. Sæblá augu. „Dzię-ku-ję,“ segir hún hátt. Ég brosi á meðan ég safna saman diskum. Notaðar servíettur með bleikum varalitablettum. Tannstönglar. Appelsínubörkur. Kvennarusl. „Where in Poland are you from?“ „Frá Wrocław í suðvestur Polandi.“ Fyrir nokkrum dögum ákvað ég að tala ekki lengur ensku við viðskiptavini. Ég er að reyna að standa við það. „I’ve been in Gdańsk. Warsawa, Kraków. I know a lot of Polish people here. I had a Polish boyfriend.“ Hún bætir við: „We just broke up.“ Ég vakna strax til lífsins og set á mig sorgmædda brosið á meðan ég bíð eftir að rétti frasinn rifjist upp. „Því miður,“ segi ég. Hún drekkur kaffið í litlum sopum. „There is no need to be sorry. He was a bad boyfriend. He was Poland B.“ Vakna aftur, eins og í draumi. Pólland B? Ég dæsi svolítið dramatísk og býð henni síðan upp á gott hjá þér-brosið mitt. Orð hennar sveima um. Poland B. Poland A. Poland B. Poland A. Ég fer aftur á bak við afgreiðsluborðið með bergmál í höfðinu og hún er komin þangað um leið. „Jæja, og hvað ertu búin að vera lengi? Og strax farin að tala íslensku? Minn fyrrverandi hefur búið hérna í sjö ár en hefur ekki lært stakt orð. Ekki stakt orð! Ég lærði helling. Ég get sagt: dziękuję-proszę-kocham cię-ogórek. Hann elskaði mig en hann vildi að ég væri minna á ferðinni. Hann vildi að ég væri pólsk stelpa, þú veist. Að ég væri bara heima að búa til þetta þarna … Já, schabowe. Ég bý til fullkomið schabowe! Og ég gerði það fyrir hann, ég gerði schabowe-ogórkowa-bigos-gołąbki. Og náði mjög góðu sambandi við Pólverjana sem búa hérna. Nú á ég fleiri pólska vini en íslenska. Og hvað á maður að gera? Auðvitað getum við ennþá hist í kaffi. Við getum farið saman á djammið. Mér finnst ég vera hálfpólsk, en nú … ég er ekki pólsk. Jesús minn! Veistu, allir pólsku vinir mínir kalla mig íslenska sendiherrann sinn. Ég hjálpa þeim heilmikið. Þeir geta hringt í mig hvenær sem er. „Hey, Ása, ég fékk bréf frá skattinum … Hey, Ása, ég er í vandræðum með þetta og hitt …“ Ég er alltaf til í að hjálpa, því ég elska Pólverja. Hann var tuttugu árum yngri en ég. Algjör bad boy. Voða almennilegur og ljúfur, en á sama tíma var hann sístelandi, ræktaði gras um allt Ísland. Við hittumst rétt eftir að hann kom úr fangelsi. Pólland B. Maður á ekki að hleypa svona fólki að. Það skilur bara eftir sig þessa slæmu … já, mjög slæmu ímynd af ykkur öllum! Ertu hér með fjölskyldunni þinni? Þú átt mann hérna, er það ekki? Ekki? Gott hjá þér! Hann hélt framhjá mér. Á Skype. Viltu pæla! Hún er ótrúlega ung. Og við að reyna að eignast barn. Hérna, elskan. Þetta er nafnið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.