Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 51

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 51
Í s l a n d p ó l e r a ð TMM 2016 · 3 51 Nei, það er ekki í lagi með mig. „Já, það er allt í lagi! Ókei?!“ gelti ég. Hann lyftir brúnum. Nasavængirnir þenjast út. Hann lítur á mig með einkennilegum svip. Hér er einhver óþefur. Hann snýr við án þess að segja orð en hann kemst ekki langt og ég kemst heldur ekki undan því að plássið bak við barinn er of lítið til þess. Hér, klesst á milli ísskápanna, vaskanna og drykkjanna, erum við föst. Við finnum andardrátt hvort annars, við lesum hugsanir hvort annars. Óli. Ólafur. Ólafur Ari. Yfirþjónn hér. Samkynhneigði vinur minn sem ég skrifta fyrir á leðinlegustu dögunum. Stundum kallar hann mig blíðlega kaþólsku beljuna sína, Catholic cow. Ég ætti líkast til að kalla hann homma, faggot, á móti, en ég geri það aldrei. Vangarnir á mér myndu brenna fyrst. Póst-heteró og póst-kaþólsk. Hvílíkt par! Tveir tilfinningalegir útflytjendur svo stoltir af því sem þeir skildu eftir. Kurwa. Málmskóflan brakar ofan í plastfötunni með ísmolunum. Kurwa. Kurwa. Kurwa. Ég brýt ísinn. Ég óska þess að ísmolarnir væru fullkomnir í laginu, bara einu sinni í dag. Kaldranaleg ósamhverfa þeirra sker í eyru mín þegar ég fylli vatnskönnurnar. Fokk. Óli hreinsar kaffivélina. Fokk. Fokk. Fokk. Hann skellir greipinni í brúnina á korgkassanum til að losa kaffikorginn sem er enn sjóðandi heitur. Hann skvettir vatni í vaskinn og þurrkar hann svo með bómullartusku. Þegar allt virðist hreint og snyrtilegt kemur hann aftan að mér: „Svo þú ert hætt að þjóna Íslendingum, ha? Annaðhvort ertu löt eða með afar litla sjálfsvirðingu.“ Síðan ýtir hann á takka á gömlu espressóvélinni til að þrýsta heitu vatni út en það er líkami minn sem byrjar að nötra og vatnið fyllir augun í mér í staðinn. Vélin ískrar. Gufan er föst inni. Annaðhvort ertu löt eða með afar litla sjálfsvirðingu. Ég hefði átt að segja þér Ég er með brostið hjarta Ég er með brostið stolt Ég á höfundarréttinn að „Lost in Iceland“ vörumerkinu. Og að ég hef lært nokkur ný orð hérna: auðmýking stolts vanmáttur jafnréttiskröfur sem náðu ekki fram að ganga og hvernig á að framkvæma Sex öndunaræfingar til að slaka á á tíu mínútum eða minna. Ein. Tvær. Þrjár. Fjórar. Fimm. Sex.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.