Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 55
„ Á m e ð a n þ i ð í h u g a n u m s p y r j i ð u m a f d r i f m í n “ TMM 2016 · 3 55 landi sem væri meðlimur í NATO og með bandaríska herstöð. Helga var þá í sambandi við Íslending sem hún kallar Steinar. Samtalið átti sér stað í földu herbergi og endaði á því að hún undirritaði samstarfssamning sem skyldaði hana til persónunjósna. Þegar hún losnaði þaðan fór hún beint til vinar síns Steinars og sagði honum allt af létta. Það voru landráð að segja frá slíku og mjög alvarlegar refsingar ef upp kæmist. Eftir atburð í háskólanum þar sem farið var fram á að Helga og vinkona hennar bæru fram sjálfsgagnrýni fyrir framan fullan sal af stúdentum, tæki sem mikið var notað til að halda fólki innan flokkslínunnar, gekk hún út og Steinar fylgdi á eftir. Þar með var henni vísað úr skóla á síðasta námsárinu. Eftir það leggur Steinar til að þau flytji saman til Íslands, hún eigi enga framtíð fyrir sér í þessu landi. Steinar skipuleggur ferðina og þau koma til Íslands 1957. Eins og Helga segir, var Steinar að koma heim, en leið hennar lá út í óvissuna, frá heimalandi sínu, tungumáli og vinum. Þjóðfélagið sem tekur á móti Helgu er ekki beint opið gagnvart útlendingum, enginn þýðir fyrir hana það sem fram fer og hún einangrast fljótlega. Það er ekki fyrr en Steinar kynnir hana fyrir listfræðingnum Birni Th. Björnssyni, sem átti þýska móður og eiginkonu hans, veflistakonunni Ásgerði Búadóttur sem Helga hittir fólk sem talar tungumál hennar og sýnir henni skilning. Björn var þá kennari við Myndlista- og handíðaskólann og býður Helgu að taka þátt í vefnaðarnámskeiði á vegum skólans. Þetta verður til þess að Helga finnur sér verkefni og nær að tengjast fólki. En þau Steinar fjarlægjast og hún er haldin sterkri heimþrá og eftirsjá yfir að hafa farið frá öllu sínu. Hún er ólétt að barni þeirra þegar hún kveður Steinar og fjölskyldu hans og flytur til baka í Austur-þýska Alþýðulýð- veldið. Áður hefur hún hripað niður þá sjálfsgagnrýni sem hún hafði fyrr ekki viljað gangast undir, og er tilbúin að taka út þá refsingu sem hennar bíður, að vinna við framleiðslu áður en hún fær að klára námið. Þetta gengur eftir og hún eignast son sinn, Alexander, og vinnur við samsetningu á sjón- vörpum. Steinar kemur og heimsækir hana og soninn og lætur hana vita að vinur hans, sem nefndur er Örn, og var enn við nám, muni hafa auga með henni og syninum. Það fer svo að þau Örn gifta sig og flytja saman til Íslands. Það samband gengur heldur ekki upp en hjónabandinu er haldið til streitu þrátt fyrir það og vinasambandið helst árin hennar á Íslandi og þau skrifast á þegar Helga er erlendis. Þau eignast dótturina Nínu, en parið ræður ekki við uppeldið, hefur engin úrræði og það endar með að dóttirin er sett í fóstur. Sonur Helgu hefur þegar verið sendur í sveit þar sem hann svo elst upp. Helga hafði sjálf verið gefin við fæðingu til fósturforeldra og vissi ekki hverjir foreldrar hennar voru fyrr en stuttu áður en móðir hennar dó. Þær hittust einu sinni fyrir tilstuðlan prests en móðirin var ekki tilbúin að tala við hana, sagði prestinum síðan að faðirinn hefði dáið og nýi eiginmaðurinn hefði farið fram á að barnið yrði látið fara. Helga var með samviskubit yfir að hafa ekki getað verið börnum sínum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.