Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 58
58 TMM 2016 · 3 H va ð e r í s l e n s k u r r i t h ö f u n d u r ? að klára námið, sækja um stöðu og gera upp kofa frænku sinnar til að búa í. Hún ætlar sér að fá tvöfaldan ríkisborgararétt og vera með annan fótinn á Íslandi. Allt gengur vel til að byrja með en þær þjóðfélagsbreytingar sem Helga taldi vera í vændum láta standa á sér. Allt fer á sama veg og áður, hún er öll af vilja gerð að laga sig að aðstæðum en gagnrýninn hugsunarháttur hennar og reynsla af vestrænum löndum verður til þess að yfirvöld vilja allt til vinna að losna við hana og á endanum finnast ástæður til að gera hana brottræka úr landinu og henni gert að yfirgefa það í lok mars 1966. Helga var tortryggin í garð vestur-þýsks samfélags, enda alin upp við að slíkt þjóðfélag væri fasískt kapítalistaþjóðfélag sem bæri að varast. Hún lagði áherslu á að fá íslenskan ríkisborgararétt, sem tók fimm ár eftir að hún gifti sig, en hefði hvenær sem var getað farið yfir í vestur-þýska sendiráðið og fengið vegabréf þar. Hins vegar leyfði Ísland þá ekki tvöfaldan ríkisborgara- rétt og hún hefur misst þýskt ríkisfang við að verða Íslendingur. Seinna meir stóð hún í stappi við vestur-þýsk yfirvöld til að fá aftur þýskt ríkisfang. Helgu var tekið opnum örmum af rithöfundakollegum þegar hún kom til Vestur-Berlínar. Henni var boðin þátttaka í „Gruppe 47“ og hún ferð- aðist með þeim til Princeton eins og fram hefur komið. Hún var komin með forlag og viðurkennd á opinberum vettvangi og af kollegum. En hún gat ekki af heilum hug tekið undir gagnrýni og fordæmingu á Austur-þýska Alþýðulýðveldinu, sem þó hafði margsinnis hafnað henni og fjölmörgum vina hennar og gert þeim lífið óbærilegt. Hún var þegar á uppvaxtarárum sínum ótrúlega næm fyrir því kerfi sem óf vef sinn í kringum venjulegt fólk og hafði það takmark að gera það ófært til að takast á við áskoranir í lífi sínu. En hún gat ekki þolað að allt þar fengi einn dóm sem allir áttu að vera sam- mála um. Í skrifum sínum lagði hún sig fram um að greina þetta þjóðfélag sem hún hafði alist upp í og taldi sig hafa verið óvægna við sjálfa sig. Hún fordæmdi austurþýska ráðamenn en aldrei þá sem höfðu undir þrýstingi undirritað samning um persónunjósnir eins og hún sjálf. Það að taka ekki afdráttarlausa afstöðu gegn Austur-þýska Alþýðulýðveldinu einangraði hana opinberlega. Helga Novak skilur eftir sig fjöldann allan af ljóðum og alveg einstaka sjálfsævisögu. Hún hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar og verið sett í flokk með mikilvægustu skáldkonum Þýskalands eins og Ingeborg Back- mann. En þó hefur hún aldrei náð að verða á allra vörum eins og til dæmis vinkona hennar, Sarah Kirsch, sem hafði svipaðan bakgrunn. Hugsanlega hefur það staðið henni og verkum hennar fyrir þrifum að hún átti hvergi heima. Í heimalandi hennar var hún aldrei gefin út og ljóða- bókin sem hún fyrst gaf út á Íslandi og var birt seinna undir öðrum titli, var bönnuð þar og látin hverfa úr bókahillum bókasýningarinnar í Leipzig árið 1966. Á Íslandi var hún erlend óþekkt skáldkona þó að hún hafi verið í hópi atómskálda, og var sáralítið þýdd yfir á íslensku. Í Vestur-Þýskalandi var hún treg að verða hluti af bókmenntaelítunni, sem þó tók henni með
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.