Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 63
A l b e r t D a u d i s t e l – h ö f u n d u r í ú t l e g ð TMM 2016 · 3 63 Snemma á áttunda áratugnum var ég orðinn róttækur menntaskólanemi og gleypti þá í mig allan þann menningarpólitíska litteratúr af vinstri- vængnum sem ég kom höndum yfir, þar á meðal bók Kristins E. Andrés- sonar, Enginn er eyland, sem var nýkomin út.1 Þar sá ég í fyrsta skipti getið um mann Edithar, Albert Daudistel. Kristinn nefnir hann stuttlega í kafla um þýska útlagahöfunda og lætur þess getið að hann hafi átt sæti í ráð- stjórninni í München, eins og rithöfundarnir Ernst Toller og B. Traven. Sá síðarnefndi var umlukinn dularfullum ævintýraljóma; hafði m.a. skrifað skáldsöguna The Gold of Sierra Madre sem kvikmynduð var eftirminnilega með Humphrey Bogart en ennþá er ekki vitað hver uppruni hans var og upp- haflegt nafn, því hann huldi alveg slóð sína eftir að hann flúði vestur um haf. Þarna taldi maður sig nú vera kominn í feitt: Einn af kommissörum ráð- stjórnarinnar, félagi B. Travens, flúði til Íslands og var vinur afa og ömmu! En einhvern veginn var engin sérstök byltingarrómantík yfir svörunum sem ég fékk þegar ég fór að grennslast fyrir um hann hjá þeim og ég fékk á tilfinninguna að maður Edithar, sem hafði látist 1955, hefði átt hér erfiðar stundir. Löngu síðar spurði ég móður mína út í hann, en hún var á heimilinu þegar þau hjónin lifðu bæði og komu oft í heimsókn, og hún staðfesti þetta. Hann hefði sett á langar ræður um hvaðeina, verið mikill „besserwisser“ sem Þjóðverjar kalla svo og auk þess fremur alvörugefinn – myndin sem hún dró upp af honum samræmdist ekki þeirri byltingarhetju sem ég hafði gert mér í hugarlund. En forvitnin um hann lifði áfram í mér og nýlega barst mér í hendur lítill bæklingur um ævi Alberts Daudistel eftir Bo Larris, frá árinu 2010.2 Bo þessi er nýlega látinn, en hann var bróðursonur Edithar. Þau systkinin, sem báru ættarnafnið Lazarus, flúðu til Danmerkur um miðjan fjórða áratuginn og settist bróðir hennar þar að. Í þessu kveri má finna helstu æviatriði Alberts. Albert Daudistel var slátrarasonur, fæddur í Frankfurt am Main þann 2. desember 1890. Útþráin hefur snemma náð tökum á honum, því þegar faðir hans vildi setja hann í læri og gera hann að kjötiðnaðarmanni, eins og það heitir nú til dags, stakk hann af að heiman og fór fótgangandi til Genúa á Ítalíu. Hann virðist hafa þvælst víða um Suður-Evrópu og var ekki orðinn átján ára þegar hann lét munstra sig til sjós, varð háseti á fölsuðum papp- írum. Hann lifði um skeið hálfgerðu flækingslífi og Bo Larris nefnir tvö dæmi um að hann hafi verið settur í fangelsi fyrir betl nálægt æskuslóðum sínum. En það hefur líka blundað í honum uppreisnarmaður og hann komst snemma í tengsl við sósíalíska hópa. Þegar fyrri heimsstyrjöldin hófst, árið 1914, var Albert settur í sjóherinn og ári síðar tók hann þátt í uppreisn óbreyttra hermanna gegn hörmulegum aðbúnaði og var dæmdur í tíu ára fangelsi; honum var sleppt eftir að hafa gert sér upp veikindi. Þegar fyrri heimsstyrjöldinni lauk í lok október 1918 féll þýska keisaradæmið og það brutust út hermanna- og verkamannaupp- reisnir víða um land, frægust varð sú í Berlín sem lauk með morðunum á Karl Liebknecht og Rósu Lúxemburg í janúar 1919. Það voru ekki síst sjóliðar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.