Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 64
64 TMM 2016 · 3 H va ð e r í s l e n s k u r r i t h ö f u n d u r ? úr fjölmennum her Þjóðverja sem voru framarlega í byltingarbaráttunni og svo virðist sem Albert hafi tekið þátt í mörgum uppþotum þennan vetur. Mikið hafði gengið á í Bæjaralandi sem lýsti yfir sjálfstæði fljótlega eftir stríðslok, og í byrjun apríl 1919 var sett á stofn ráðstjórn í München. Þangað flúðu margir uppreisnarmenn annars staðar af á landinu og því var það að þegar Albert Daudistel tók sæti í ráðstjórninni varð hann „kommissar fyrir pólitíska flóttamenn og erlenda byltingarmenn“, sá þeim meðal annars fyrir húsaskjóli og skotsilfri. Hann hefur verið orðinn þekktur baráttumaður á þessum tíma, því annars hefði honum varla verið boðið sæti í stjórninni, ungum manninum. Raunar átti hann sæti í ráðstjórninni síðari sem svo var kölluð, en hún var sett á stofn undir forystu kommúnista um miðjan apríl eftir að valdaránstilraun hafði verið barin niður. Anarkistar og rithöfundar voru fyrirferðarmeiri í fyrri ráðstjórninni.3 En ráðstjórnin lifði ekki nema rétt tvær vikur eftir þetta. Hvítliðar og stjórnarhermenn sátu um borgina og tóku hana eftir hörð og blóðug átök. Albert Daudistel var handtekinn og dæmdur í sex ára fangelsi. Og þar byrj- aði hann að skrifa, í fyrstu smásögur í blöð og tímarit, sumar ævintýralegar og gamansamar og sóttu efni sitt í flækingsár hans. Safn þeirra kom út á bók árið 1926 og nefndist Eine schön missglückte Weltreise. Reisebericht eines blinden Passagiers, og mætti þýða „Laglega mislukkuð heimsreisa. Ferðasaga laumufarþega“. En hann skrifaði líka skáldsögur og er frægust þeirra Das Opfer eða Fórnarlambið (1925) sem var þýdd á nokkur tungumál og síðast endurútgefin í Þýskalandi 1981; hana má reyndar lesa alla á netinu og hún er sú eina af bókum hans sem ég hef gluggað í. Hann nýtir sem fyrr þætti úr ævi sinni, fyrsti hlutinn segir þannig frá flækingstíma á Ítalíu, annar hlutinn frá upphafi styrjaldarinnar og hefst á orðunum „Heimurinn logaði í þjóð- rembuvímu. Prelátar hringdu inn fárviðrið. Verksmiðjurnar tæmdust.“ 4 Í þriðja hlutanum og þeim fjórða og síðasta verður bókin æ meira að pólitískri baráttusögu, sagt er frá byltingartilraununum strax eftir stríð sem aðalper- sónan, Heinrich, tekur ástríðufullan þátt í og lýkur sögunni á því að hann er tekinn af lífi. Sagan er hröð og bein, án mikilla tilþrifa í stíl en samtölin verða stundum stirðleg. Áhrifamest er hún í frásögnum af styrjöldinni og hörmulegum aðstæðum hermannanna. Eftir að Albert var látinn laus úr fangelsi fluttist hann til Berlínar og hélt áfram að skrifa í blöð og hefur sjálfur lýst því í grein hve mikið basl það var að reyna að draga fram lífið með slíkri lausamennsku. Hann taldi sig iðu- lega hafa verið hlunnfarinn með höfundarlaun og þá ekki síður af pólitískum samherjum sem þóttust mega nota skrif hans af hugsjónaástæðum. Árið 1928 gekk hann í félag byltingarsinnaðra öreigahöfunda, sem stóð kommún- istaflokknum nærri, en var rekinn úr því tveim árum síðar. Um það leyti skildi hann við fyrri konu sína, en Bo Larris býr ekki yfir neinum upp- lýsingum um það hjónaband. Bo Larris telur Albert hafa kynnst og kvænst leikkonunni Edith árið 1930,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.