Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 70

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 70
70 TMM 2016 · 3 Birna Bjarnadóttir Útlegðarstef nær og fjær: Arfur Lauru og Guttorms „Við erum hjer, en hugurinn er heima;/því hverjum lærist fyrstu ást að gleyma?“, orti Undína í Vesturheimi. Hún hét upphaflega Helga Steinvör Baldvinsdóttir (1853–1927) og var í hópi þeirra fyrstu sem sigldu vestur um haf í fólksflutningunum miklu frá Íslandi á síðari hluta nítjándu aldar. Kvæðið sem geymir þessar ljóðlínur flutti hún árið 1937 á þjóðhátíð Íslendinga í Blaine og var þá búin að dvelja í meira en hálfa öld í Norður- Ameríku.1 Líkt og þeir Jóhann Magnús Bjarnason (1866–1945) og Stephan G. Stephansson (1853–1927), tilheyrir Undína landnemunum í íslenskum nútímabókmenntum vestanhafs. Í samanburði við aðra nútímahöfunda í Vesturheimi sem kenndir eru við íslenska menningu má stundum þekkja verk landnemanna á þeirri útlegð- arpóesíu sem ógleymanleg „fyrsta ástin“ fæðir af sér. Útlegðarkenndin segir vissulega til sín í verkum höfunda á borð við Lauru Goodman Salverson (1890–1970) og Guttorm J. Guttormsson (1878–1966) sem bæði eru fædd vestanhafs. En ólíkt landnemahöfundunum sem fóstra „fyrstu ástina“ með ýmsum afbrigðum, veita verk þeirra Lauru og Guttorms á vissan hátt innsýn í margbrotnari útlegðarskilyrði. Hér er ekki einvörðungu átt við þau lífsskil- yrði sem Lauru og Guttormi eru búin í barnæsku og með hvaða hætti þau finna sér síðar stað í afstöðu þessara höfunda til verustaðar, menningar og tungumáls. Eins og hér verður einnig fjallað um, má í verkum þeirra þræða sig eftir margbrotinni útlegðarslóð sem brúar í senn höf og aldir. „Hvar eru karlmennirnir í þessum Amazon?“ Í því sambandi vekja sviðsetningar þessara höfunda á verustað og menningu athygli. Sviðsetningar eru þrautreynd aðferð við að setja fram sjálfsmynd og staðsetja sig í samfélagi og brúa aldir, ef því er að skipta. „Hvar eru karl- mennirnir í þessum Amazon?“ spurði til að mynda kanadíska kvikmynda- skáldið Guy Maddin á 952 Dorchester í Winnipeg vorið 2008.2 Hann hafði rekið augun í innrammaða ljósmynd frá gamla landinu af þremur kyn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.