Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Qupperneq 74

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Qupperneq 74
74 TMM 2016 · 3 H va ð e r í s l e n s k u r r i t h ö f u n d u r ? við sögu þegar Laura raðar saman brotum hinnar splundruðu fortíðar í æviminningum sínum. Athygli vekur að meðan útlegðarpóesíu Lauru felur í sér róttæk sjónarmið hvað varðar norðuramerískt samfélag og menningu, rúmar hún einnig ákveðnar sviðsetningar höfundarins á sumu af því sem á að heita séríslenskt. Á einum stað veltir Laura því til dæmis fyrir sér hvað það þýðir að vera sannur Íslendingur hvað eiginleika skapgerðar varðar: … ég var sannur Íslendingur þegar kom að grundvallareiginleikum skapgerðar. Íslendingar höfðu lært það af aldalangri áþján og hörmungum að fallvaltleiki og skortur á efnislegum gæðum skerpir athygli á tíma og rúm. Norrænir menn til forna lögðu mikið upp úr pompi og pragt, enda eru klassískar bókmenntir Grikkja sam- bærilegar við Íslendingasögurnar að því leyti að þar er dáðst að líkamlegu atgervi og fegurð sem gladdi skilningarvitin. En þegar tímar liðu og þessir forgengilegu hlutir eyddust í aldanna rás beindist eirðarlaus leit afkomendanna að hlutum sem hefðu varanlegra gildi. Þeir sóttust minna eftir yfirborðslegum gæðum en beindu augunum þess í stað að fegurð hugans og hjartans. Ég býst við að þetta sé ástæðan til þess að margir Íslendingar genginna kynslóða lögðu lítið upp úr fínheitum í vistarverum sínum en ræddu þess í stað af skilningi og djúpu innsæi um fagurbókmenntir og heimspeki. Raunar hafa flestir útlendingar sem heimsækja Ísland talað um það sem þeim hefur þótt markverðast, sumsé það að ekki sé óalgengt að óheflaður bóndi, sem hefur unnið daglangt við slátt, hafi við minnstu örvun fitjað upp á líflegum samræðum af þessu tagi. Skýringin er einfaldlega sú að það sem aðrar þjóðir meta í fjármunum meta Íslendingar í vitsmunum og finna huggun í heimspekilegum þenkingum. (128–29) Og lífsgæðamat Íslendinga í Vesturheimi segir Laura byggja á: … þeim veruleika sem hefur varanlegt gildi. Ég efast ekki um að þetta jákvæða lífs- gæðamat verður þurrkað út hér í Kanada, þessu landi upplýsingarinnar, þar sem allt er mælt í dollurum og sentum, hvort heldur er listaverk í bókmenntum eða húfa á barn. En samt höldum við, sem vorum alin upp á gamaldags heimilum, enn í þá blekkingu að eiginleikar mannsins skipti meira máli en hvað hann á undir sér. (129) Meðan gamla landið og menning þess beggja vegna hafs njóta í bland þeirrar sviðsetningar sem minnst hefur verið á, ber gagnrýni Lauru á hvort heldur samfélag eða menningu Norður-Ameríku vott um glöggskyggni afkomanda innflytjenda. Um örlög frumbyggja í bænum Selkirk, norður af Winnipeg, segir hún til að mynda: „Nú voru þeir heimilislausir flækingar, spilltir af vískíi hvíta mannsins og lamaðir af sjúkdómum hans. Stefnulausir og eirðarlausir ráfuðu þeir mót tortímingunni.“ (174)11 Og um fyrri heimsstyrjöldina játar Laura eftirfarandi sjónarmið sem enn má kalla róttækt í stríðshrjáðum heimi: Í þá daga var ég friðarsinni og er það enn, en ég skil samt að á þessum hálf barbar- ísku tímum varð stríðið sjálft að vopni sem margt gott fólk gat sætt sig við. Ég trúði því ekki að í sjálfu stríðinu væri grimmd mannsins mest, því ég var búin að átta mig á því að skipulagt stríð, alveg eins og hver önnur skipulögð stofnun innan sam- félagsins, er aðeins feluleikur þar sem áformin eru dulin. Stríð snýst hreint ekki um
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.