Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Blaðsíða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Blaðsíða 79
TMM 2016 · 3 79 Ólafur Jóhann Ólafsson Skógarþröstur og íkorni Ég er að horfa á íkorna hlaupa upp og niður tréð fyrir utan gluggann hjá mér. Hann hefur verið iðinn í morgun en ég veit ekki alveg hverju hann hefur fengið áorkað því ekki er alltaf augljóst hvað vakir fyrir honum. Enn er hlýtt í veðri og engin vísbending um að haustið sé í nánd nema hvað laufin á norsku eikinni neðst í garðinum eru aðeins byrjuð að bregða lit. En íkorninn veit sínu viti og skýst reglulega með hnetur yfir flötina að forðabúri sínu. Ég er úti í sveit, yst á Langey þar sem jökullinn fór yfir í firndinni og skildi eftir sig frjóan jarðveg. Og nú er grænmetið að koma upp úr jörðinni og ávextirnir af trjánum og við veginn niður að sjó selja bændurnir uppskeruna og sólblómin skreyta akurinn á bak við þá. En ég er um leið staddur í Reykjavík síðla á níunda áratugnum. Þetta er snemma í febrúar og kalt í veðri. Konan sem ég er að skrifa um er á leið yfir Landakotstún. Það er ekki búið að stinga þar niður trjám og runnum og lítið skjól fyrir vindum. Hún er gestkomandi, óvön íslenskum vetri og miðar hægt í éljabylnum. Í gær var ég inni í borg og þegar ég leit upp af pappírnum horfði ég á bláan himin handan húsþakanna sem hafa blasað við mér í aldarfjórðung. Fyrir hálfum mánuði horfði ég á reyninn í garðinum á Freyjugötu. Þá var konan ókomin til Íslands og vissi ekki einu sinni af Landakotstúni og veðrunum sem biðu hennar. Og öðru sem hún mun þurfa að kljást við næstu vikur. Lífið fer fram í huganum. Þar eyði ég flestum stundum þótt útsýnið kunni að breytast frá degi til dags og íkorni eða rauður kardínáli komi í staðinn fyrir skógarþröstinn sem mér var ungum kennt að meta að verðleikum. Ég skrifa um fólk sem lendir í einu og öðru og á kannski eitthvað sameiginlegt með sjálfum mér, kannski ekki – hver veit? Ég reyni að minnsta kosti ekki að skrifa um sjálfan mig eða mína hagi, á því hef ég ekki áhuga. Ekki að ásettu ráði, að minnsta kosti. Að vera eða vera ekki … Sú spurning brennur óhjákvæmilega á manni þótt ráðlegt sé að spyrja hennar aldrei beint því það er svo leiðinlegt að vera endalaust að grufla í sjálfum sér. Þess vegna skrifaði ég um aldraðan landa minn í stórborginni þegar ég var tæplega þrítugur og íslenska konu á Eng- landi seinna, færði mig að ég hélt eins langt frá sjálfum mér og ég gat en endaði kannski inni í þeim báðum þegar upp var staðið. Og þau inni í mér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.