Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 82

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 82
82 TMM 2016 · 3 H va ð e r í s l e n s k u r r i t h ö f u n d u r ? Ojbara! æpti hún og rauk strax burt, en þegar hún sá hvað Stella var áhuga- söm kom hún til baka til að sjá dauða dýrið aftur. Á meðan Stella reyndi að skilja hvernig maukað holdið hefði áður verið lifandi, fljúgandi dýr, gerði Elena systir hennar sig breiða vegna þeirrar yfir- burðarþekkingar sem smá aldursmunur veitti henni og útskýrði að ferða- menn væru alltaf að keyra yfir fugla, að fuglarnir sætu á veginum af því að vegurinn væri heitur og að ferðamenn keyrðu yfir þá. Síðan gretti Elena sig aftur af viðbjóði. Hún hrópaði á Stellu: Þú ert algjört ógeð! Núna var Stella langt í burtu frá íslenskum vegum þar sem ferðamenn keyrðu yfir fugla. Hingað til hafði hún ekki séð dauða fugla í Brasilíu. Kannski keyrðu ferðamennirnir hér ekki yfir þá. Kannski var veðrið hér svo gott að fuglarnir gátu verið á öðrum hlýjum stöðum en á vegunum. Þrátt fyrir allt ákvað hún að verða vinur fuglastráksins. Hún, Stella Costa Ísleifsdóttir, skyldi bjarga fuglastráknum. Ef það yrði ekki stórbrotin björgun frá því að bílarnir keyrðu yfir hann þá skyldi hún vernda hann gegn vonda fólkinu sem stóð við tréð og ullaði á hann. Eins og þau höfðu gert við hana þegar hún byrjaði fyrst í íslenskum leikskóla og íslenskan hennar var ennþá bjöguð. Hún þurfti að sannfæra og múta Elenu svolítið áður en systirin samþykkti að koma með henni. Mamma þeirra leyfði Stellu ekki að fara einni út. Elena mátti fara sjálf í nálægt bakarí eða til ömmu sem bjó neðar í götunni og jafnvel heimsækja frænkur og frændur sem bjuggu nokkrum húsaröðum neðar. En sjálf þurfti hún alltaf að bíða eftir að mamma hennar eða pabbi eða Elena leyfðu henni að koma með. Hún saknaði þess að geta ekki gengið um frjáls eins og hún hafði gert í Reykjavík. Mamma hennar var strangari í São Paulo. Ekki strax, sagði hún og Stella leit á pabba sinn sem leit undan og yppti öxlum eins og hann, sem var ekki heimamaður, þyrfti líka að fylgja reglunum. „Vamos, Elena!“ kallaði Stella sem beið óþreyjufull við lyftuna. Þær höfðu ákveðið að reyna að koma auga á fuglastrákinn á leiðinni í bakaríið. Mamma þeirra hafði látið þær fá pening og falið þeim að kaupa bagettu, skorna skinku og ef þær vildu, smá pão de queijo, litlu kringlóttu ostabrauðin sem þær voru svo hrifnar af. Elena var líka forvitin um fuglastrákinn þó hún vildi ekki viðurkenna það. Ekki vegna þess að hún héldi að strákurinn hefði vængi – það var vitleysis- hugmynd frá litlu systur – heldur af því hún hafði aldrei áður hitt manneskju sem hafði strokið að heiman og bjó nú á götunni. Hún hafði séð þau út um bílrúðuna og á göngu um borgina. Börn sem reyndu að selja sælgæti við umferðarljós og betluðu pening fyrir framan verslanir. Einu sinni pantaði mamma hennar aukamat á veitingastað og á leiðinni út hafði hún farið yfir götuna til að rétta dreng sem hallaði sér að bílskúrshurð poka með leifum. Systurnar gengu hægt og horfðu upp í trén sem stóðu í röð meðfram gang- stéttinni báðum megin við veginn. Þær komu auga á strák nokkrum trjám
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.