Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Qupperneq 84

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Qupperneq 84
84 TMM 2016 · 3 H va ð e r í s l e n s k u r r i t h ö f u n d u r ? „Já!“ hrópaði Stella. „Hvernig gastu þetta?“ „Ég sagði þér það, ég les hugsanir þínar!“ Stella var heilluð og hún sá að Elena var það líka. Þau stóðu þarna öll þrjú og brostu. „Hvernig fórstu að þessu?“ spurði Elena. Tennur hans birtust í breiðu, stoltu brosi. „Ég skrapaði vaxlitinn með þumalfingri og þegar ég sveiflaði hendinni fyrir framan ykkur, sá ég litinn undir nöglinni.“ „Er allt í lagi með ykkur, stelpur?“ maður staðnæmdist hjá þeim til að spyrja. „Er þessi drengur að angra ykkur?“ „Nei.“ „Eruð þið vissar? Ég get hringt í lögregluna ef svo er. Stal hann einhverju frá ykkur?“ „Nei. Af hverju? Hann er vinur okkar,“ sagði Stella. Maðurinn hristi höfuðið og gekk í burtu. Elena varð vandræðaleg og óróleg. Strákurinn setti vaxlitina og fátæklegar eigur sínar aftur í pokann og klifraði með hann upp í tréð. Hann kom ekki aftur niður og hunsaði þær þegar Elena og Stella kölluðu til hans í bakaleiðinni. Þær gengu þar hjá næsta dag. Stella stoppaði við tréð og rétti stráknum litina sína og nokkur laus blöð. Þar á meðal var teikningin hennar. Í bakaríinu bað Elena um 200 grömm af pão de queijo eins og vanalega, en þegar konan rétti henni pokann yfir búðarborðið hikaði Elena, leit á Stellu, skilaði pokanum og spurði hvort væri hægt að skipta þessu í tvo poka. Stella brosti og kinkaði kolli. Án þess að þurfa að tala um það voru þær sammála um að gefa stráknum annan pokann. Þær komu við til að skilja eftir pokann með pão de queijo og strákurinn skilaði Stellu teikningunni. Hann hafði strikað yfir fólkið sem ullaði og sett tvær brosandi stelpur á myndina, eina ljóshærða og hávaxna eins og Elenu og aðra minni og brúnhærða eins og Stellu. Í næstum heila viku stoppuðu Elena og Stella við tréð. Það varð næstum dagleg athöfn þegar þær fóru í bakaríið. Í hvert skipti sýndi strákurinn þeim nýtt töfrabragð um leið og hann japlaði á pão de queijo. Stundum lagði hann niður þau fáu spil sem hann hafði, stundum notaði hann klink eða rusl sem hann hafði fundið. Hann var góður í að hirða nýtilegt rusl. Þegar þær fóru í bókabúð völdu stelpurnar bók um galdra. Þær pökkuðu henni af natni heima og gáfu stráknum gjöfina í næstu heimsókn. Hann þakkaði þeim fyrir, leit á bókina og á þær. Með blöndu af hamingju og sorg. Hann kunni ekki að lesa en það vissu þær ekki. Stundum stöldruðu ókunnugir við til að athuga hvort allt væri í lagi, en yfirleitt náðu stelpurnar að dvelja í þann hálftíma sem þær stoppuðu með stráknum án truflunar. Heimamenn höfðu kynnst honum og heilsuðu eða kinkuðu kolli þegar þeir gengu hjá. Aðrir hunsuðu hann bara. Það var liðið vel á aðra viku þegar Stella og Elena tóku eftir því að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.