Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 85
M ó r b e r j a t r é ð TMM 2016 · 3 85 strákurinn var horfinn. Dagarnir liðu. Það voru hvorki merki um hann í trénu né í næsta nágrenni. Þær keyptu áfram pão de queijo í tveimur pokum og vonuðu að á leiðinni úr bakaríinu myndi hann stökkva óvænt úr nýju tré – nýtt töfrabragð. Þegar mamma hennar sagði orðin strákur og fugl leit Stella upp frá dótinu sínu. Foreldrar hennar voru að ræða um hann. Hún færði sig nær. Þau veltu því fyrir sér hvort félagsþjónustan hefði sótt hann eða hann flúið. Eða flogið burt, hugsaði Stella. Án vitneskju Stellu og systur hennar höfðu verið greinar um strákinn í fréttunum. Fuglastrákurinn sem bjó í tré í ríku hverfi í São Paulo. Ef hann hefði búið annars staðar í þeim frumskógi sem borgin var hefðu eflaust fáir tekið eftir honum. En í þessu hverfi höfðu sumir litið á hann sem plágu, sjónmengun, sagði gamall maður. Annar maður lagði til að þau felldu tréð. Þau vildu losna við hann. Eina nóttina var ráðist á strákinn með hrákum og uppnefnum sem varð til þess að aðrir íbúar tóku höndum saman og gættu hans á nóttunni, bætti mamma þeirra við. Sitjandi á litlum kollum vakti hópur af sex til tíu manns yfir fugla- stráknum þær nætur sem hann neitaði að sofa í húsum þeirra. Þau leituðu að foreldrum hans. Félagsþjónustan mætti á svæðið. Sama gerði lögreglan. Öll spurðu þau um nöfn, dagsetningar og skjöl. Gagnslausar spurningar sem strákurinn gat ekki svarað og hræddu hann bara. Félagsþjónustan kom aftur og lögreglan sömuleiðis. Þau vissu ekki hvort þeirra tóku hann að lokum. Ekki nema hann hafi flúið eftir allt saman eða foreldrar hans fundið hann. „Barn á ekki að þurfa að búa við þessar aðstæður,“ sagði pabbi Stellu. „Ef hann væri nú eina barnið …“ „Hann heitir João,“ sagði Stella. „Hættið að kalla hann fuglastrák. Þið ættuð að vita hvað hann heitir, allir strákar hafa nafn. João. Hann er hrifinn af Vidda úr Toy Story og hann langar að verða töframaður.“ Stella sagði foreldrum sínum að hún trúði því ekki að hann hefði flúið. Hún var viss um að hann hefði flutt sig um set. Hann sagðist ætla að gera það. Að flytjast búferlum. Kannski var hann á leiðinni til Íslands. Þær Elena höfðu sagt honum frá Íslandi og hann hafði aldrei áður heyrt um stað þar sem börn væru ekki á götunni. Hann spurði um mórberjatré á Íslandi. Elena sagði honum að þar væru birkitré. Stellu þótti fyndið að hann vissi ekki hvað snjór væri. Hún sagði honum að snjór væri eins og rigning en án vatnsins og að hann væri kaldur og safnaðist saman á jörðinni, hann gæti verið mjúkur eða harður og stökkur. Hann sagði að kannski myndi hann flytja sig um set og finna annað tré við aðra götu. Kannski myndi hann sjá snjó. Kannski myndi hann breyta úr mórberjum yfir í birki. Stella hugsaði með sér að hann hefði loksins breitt út vængina og flogið. Já, frá mórberjum til birkis.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.