Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 86

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 86
86 TMM 2016 · 3 Kristof Magnusson Á svölunum hjá Angelu Merkel Bjarni Jónsson þýddi Rithöfundum er ansi oft boðið út að borða. Hefðbundinn upplestur í dæmi- gerðri þýskri borg hefst klukkan 20 og lýkur klukkan 21, þá hefur maður um það bil hálftíma til þess að árita bækur, spjalla við fólkið, en verður svo að hraða sér yfir á ítalska veitingastaðinn handan við torgið því eldhúsið lokar á slaginu hálftíu. Kvöldverðir eru þannig fremur eðlilegur hluti af starfi rithöf- undarins. Engu að síður er ein af óvenjulegustu minningunum úr lífi mínu sem rithöfundur tengd kvöldverði – hjá kanslara Þýskalands, Angelu Merkel. Það eru hartnær fjögur ár síðan. Það eina sem ég vissi var að Angelu Merkel langaði að kynnast nokkrum rithöfundum af „yngri“ kynslóðinni og ég var því nokkuð taugaóstyrkur þegar ég gekk upp að kanslarabústaðnum í Berlín. Við innganginn gaf ég mig fram við lögreglumann vopnaðan vél- byssu, hann hleypti mér inn – án þess að framkvæma vopnaleit, merkilegt nokk. Ég var sendur með lyftunni upp á efstu hæð og gekk inn í stóran mat- sal með útsýni yfir borgina, en þar voru mættir nokkrir starfsfélagar mínir af báðum kynjum. Við röbbuðum saman, en mér fannst eins og ég væri ekki sá eini sem ætti erfitt með að einbeita sér að samræðunum. Að við værum í raun og veru ekki að tala saman heldur drepa tímann með orðum, til þess að slá á mesta stressið. Ég efast um að nokkurt okkar hafi kosið Angelu Merkel, samt leið okkur dálítið eins og við stæðum í röð eftir að komast á tónleika með poppstjörnu. Það eina sem við áttum sameiginlegt á þessu augnabliki var að við biðum eftir aðalatriði kvöldsins. Innkoma Angelu Merkel var dæmigerð fyrir látbragð hennar og jafnvel pólitískan stíl; fullkomlega tilgerðarlaus og látlaus, næstum eins og ekk- ert hefði gerst. Hún gekk hljóðlaust í salinn, við vorum ekkert látin vita og enginn í slagtogi með henni nema Steffen Seibert, blaðafulltrúi ríkis- stjórnarinnar. Þetta látlausa sviðsetningarleysi hafði samt sem áður gríðarleg áhrif. Það tóku allir eftir henni, undireins. Við drukkum sætt freyðivín, settumst síðan til borðs. Þegar ég kom að borðinu var bara eitt sæti laust, enda hafði enginn árætt að tylla sér við hlið Angelu Merkel. Ég settist því í sætið og löppin á mér var alltaf að rekast í handtöskuna hennar sem hún hafði sett undir borð, og eitt sinn beygði hún sig niður til þess að ná í eitthvað í töskuna og hallaði sér að mér um leið svo ég varð að færa rauðvínsglasið mitt, annars hefði hún fellt það um koll.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.