Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 87
Á s v ö l u n u m h j á A n g e l u M e r k e l TMM 2016 · 3 87 Það var lambakjöt í matinn. Ég hafði reyndar furðað mig á því, þar sem lambakjöt er ekki oft á boðstólum í Þýskalandi og sérstaklega ekki sem eini aðalrétturinn, enda kunna fæstir að meta lambið. Meðan á málsverðinum stóð, gáfust hverjum og einum nokkrar mínútur til þess að kynna sig. Angela Merkel sagðist vera ánægð með að við værum mörg ekki fædd í Þýskalandi, heldur af „erlendu bergi brotin“. Þá rann það upp fyrir mér að þarna var skáldkona af tyrkneskum uppruna, höfundur sem hafði komið til landsins fimm árum áður og var flóttamaður frá Írak, skáldkona af gyðingaættum sem hafði varið fyrstu tólf árum ævinnar í Aser- badsjan og enn önnur sem rakti ættir sínar til Póllands. Svo var það ég. Það var ekki fyrr en kanslarinn hafði orð á því að ég skildi að þetta var ekki hefð- bundið kvöld með þýskum rithöfundum, heldur reyndist þessi samkoma sem betur fer vera aðeins fjölbreytilegri en venjan er í Þýskalandi. Var okkur boðið sem fulltrúum hins nýja Þýskalands; lands þar sem jafnvel bókmennt- irnar – listgrein sem var njörvuð niður í orð – voru loks ekki lengur taldar aðeins vera á færi hreinræktaðra Þjóðverja? Tilhugsunin féll mér vel í geð, en hún varð líka uppspretta áhugaverðra hugrenninga. Við höfðum verið rithöfundar í matarboði, nú vorum við allt í einu fulltrúar einhvers konar samfélagsþróunar. Var það kannski ástæðan fyrir því að hér var lambakjöt á borðum; af því að öll trúarbrögð heimsins leyfðu neyslu þess? Hvað sem öllu leið, þá vörðu flestir höfundanna mínút- unum fimm, sem þeim hafði verið úthlutað, til þess að skýra valdamestu konu heims frá uppruna sínum og hvenær og hvers vegna viðkomandi hefði flutt til Þýskalands, hvort hann eða hún hefði mætt hlýju viðmóti og ef svo var ekki, hvers vegna. Þýsku rithöfundarnir töluðu hins vegar um verk sín, bækur, sín störf. Það er aldrei að vita hvað hefði gerst ef Angela Merkel hefði ekki minnst á innflytjendur, en þetta kvöld opnaðist skyndilega gjá á milli innmúraðra Þjóðverja og aðkomumanna. Það má svo sem enda segja að innflytjendur séu ekki alltaf teknir alvarlega sem persónur eða rithöfundar, heldur er litið á þá sem talsmenn útlendinga. Þegar ræða á um aðlögun og fólksflutninga, eru fjölmiðlar iðnir við að spyrja aðflutta þýska rithöfunda álits, en það er enginn sérstakur áhugi fyrir því að ræða við þá um almenn pólitísk viðfangsefni eins og velferðarmál, fjármálakerfið, eða persónuvernd; þá er leitað til „venjulegra“ Þjóðverja. En auðvitað ætti hver einasti maður að geta sagt sína meiningu um hvaða málefni sem er. Kannski að einhverjir séu orðnir svo miklir talsmenn innflytjenda að þeir sinni því hlutverki nánast eins og ósjálfrátt? Loks vildi Angela Merkel fá að vita hvaða málefni hvíldu þyngst á okkur um þær mundir og upphófust nú ákafar umræður um velferðarmál, útflutn- ingsbannið á Íran, hjónabönd samkynhneigðra og auðvitað innflytjendamál. Á einhverjum tímapunkti leiddi Angela Merkel talið að málefnum fjöl- skyldna og sagði að Þjóðverjar væru að deyja út (í samanburði við Ísland er fæðingartíðnin í Þýskalandi afar lág), og þá lét einhver okkar í ljós þá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.