Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 90

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 90
90 TMM 2016 · 3 H va ð e r í s l e n s k u r r i t h ö f u n d u r ? sneri síðunum, eins og hann væri að lesa það. Augu hans stönsuðu á stað þar sem spurt var um fyrri reynslu. „Ég sé að þú hefur starfað hjá Gufubátum hf. og svo hefur þú líka verið í banka. Af hverju hættirðu?“ Hún varð vandræðaleg, þó að hún hefði farið yfir þennan þátt svo mörgum sinnum í huga sér. Það var ekki henni að kenna þó að fyrirtæki gangi kaupum og sölum. Blöðin voru full af greinum um markaðsbúskap og dásemdir hans. Henni hafði bara ekki tekist að komast á uppskeruhátíðina. „Krrhmm. Þeir voru að hagræða í kjölfar þessarar sameiningar. Fækka fólki.“ Starfsmannastjórinn virtist sökkva sér í sínar eigin hugsanir, hann horfði beint fram fyrir sig tómu augnaráði. Þessi þögn fékk hana til að ókyrrast. Hjartað hertist í brjósti hennar og hún náði vart andanum. Svo leit maðurinn aftur upp og sagði blæbrigðalaust: „Lastu auglýsinguna sem við birtum í Morgunblaðinu?“ Hún hafði lesið hana. Þess vegna var hún hér. „Ungt og hresst fólk óskast í útflutningsfyrirtæki í örum vexti“. Mígrenið í hægra augnakróknum fór að gera vart við sig. Hún fann hvernig heit bylgja gekk yfir allan líkamann og hún vissi að hún yrði rauð og þrútin í framan. „Þú ert auðvitað með reynslu og kannt þessi störf örugglega vel …“ Titrandi stóð hún upp, með tárin í augunum hljóp hún burt og hlustaði ekki á hvað starfsmannastjórinn hafði meira að segja. Enda vissi hún afganginn: „Við höfðum eiginlega ætlað að ráða yngri manneskju.“ Eins og í þoku ráfaði hún um götur borgarinnar, með ekkann í hálsinum. Þegar þokunni fór að létta, stansaði hún fyrir framan búðarglugga og horfði á konuna sem endurspeglaðist í glerinu. Hún sá gamla, hrukkótta kerlingu sem silaðist áfram, þreytt eftir erfiðan dag.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.