Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 92

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 92
92 TMM 2016 · 3 H va ð e r í s l e n s k u r r i t h ö f u n d u r ? hún hafði haft kjark til þess að yfirgefa nokkru áður. Já, sumir verða leik- soppar örlaganna. En kannski voru ekki bara líkamlegar ástríður í spilinu, heldur einnig ást. Því faðir minn leit til með okkur um árabil, þótt ég hafi aldrei litið hann augum, hvað þá að ég hafi kynnst honum persónulega. Ég var reyndar viðstaddur útförina, hitti hálfsystkini mín við það tækifæri – prýðisfólk – en ég leit á þau sem ókunnugar manneskjur. Sjáðu, þarna kemur steindepill og smellir með stélinu sínu, eins og hann sé að slá saman tveimur steinvölum: tst, tst, en það var ég sem kom fyrstur út á þessa verönd, hef verið hér alla mína ævi. Slakaðu á, litli minn! Það er engin hætta á ferð! Oflátungurinn er skelfingu lostinn. Hann er á varðbergi, reiðbúinn að gera félögum sínum viðvart ef hætta reynist vera á ferðum. Sérðu grenitrén þarna fyrir handan? Ef það situr fugl alveg efst í hæsta trénu, þá er það örugglega steindepillinn. Hann hefur búið sér hreiður við gömlu steinhleðslurnar sem voru að hruni komnar þegar ég var drengur. Dyrnar opnast og ung kona með úfið hár gengur út. Hún heldur með báðum höndum um kaffibolla og tekur sér stöðu við hlið bónda. „Góðan daginn, pabbi minn. Ertu aftur farinn að tala við fuglana?“ „Sko, nú fældirðu hana burt.“ „Hverja?“ „Maríuerluna! Hún heilsar mér á hverjum morgni. Hún er vinkona mín. Svafstu vel?“ „Ég sef alltaf vel í sveitinni.“ „Þið eruð alltaf velkomnar hingað.“ „Ef Sóley mætti ráða, værum við hér ekki bara allar helgar heldur líka á virkum dögum.“ „Sefur hún?“ „Eins og steinn.“ Bóndinn kinkar kolli ánægður. Dóttir hans sötrar kaffið. „Hvernig hefur hún mamma þín það?“ spyr bóndinn. Hann horfir í átt að grenitrjánum. „Æ, þú veist hvernig hún er: alltaf að stússast eitthvað. Hvenær fer amma á fætur?“ „Amma þín er ekkert unglamb lengur. Hún sefur til tíu. Það bregst ekki.“ „Og hvenær kemur hjúkrunarkonan?“ „Klukkan ellefu. Það bregst reyndar stundum.“ Unga konan hallar sér upp að bónda. Hann dregur köflóttan klút úr vas- anum, snýtir sér í hann. „Hvernig líður þér, pabbi?“ „Ekki hafa áhyggjur af mér. Fuglarnir passa mig.“ „Bráðum verða þeir farnir að verpa á kollinn á þér, það er ég viss um.“ Bóndinn brosir og stingur aftur á sig vasaklútnum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.