Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 94

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 94
94 TMM 2016 · 3 H va ð e r í s l e n s k u r r i t h ö f u n d u r ? Það rymur í bónda, hann kinkar kolli, bregður sér svo í vinnugalla og stígvél og fer í fjósið þar sem sjö kýr bíða þess að verða mjólkaðar. Hér áður fyrr voru kýrnar fjórum sinnum fleiri. Klukkan hálftíu rekur hann kýrnar á beit, hann stendur um stund í sömu sporum, lítur yfir dalinn og horfir til fjalla. Þarna heldur krummi sig, hrafninn, ásamt sínum nótum. Einhverra hluta vegna unir hann sér helst í skuggadregnum klettum þar sem veturinn sníður til grýlukerti í heilu kirkjuorgelin. Í eina tíð, þegar við höfðum ekkert raf- magn og kældum matinn í bæjarlæknum, fór krummi stundum ránsferðir. Ræningjanum a tarna tókst meira að segja að lyfta lokinu af plastfötunni og næla sér í ávexti og kjöt. Mamma útbjó fuglahræðu úr filtefni og jafnvel mér stóð ógn af henni. Fuglahræðan sat við lækinn, hallaði undir flatt, eins og niðursokkin í hugsanir sínar. Krummi kom ekki aftur. Stundum flýgur smyrill yfir. Þá gefa fuglarnir frá sér viðvörunarmerki. Maður heyrir stutt- araleg blísturshljóð hér og þar, svo fer steindepillinn að smella með stélinu og það er eins og fuglarnir séu að vara hver annan við. Loks dettur allt í dúnalogn. Aðeins þyturinn í trjánum og ég lít hátt upp í himininn enda ekki á hverjum degi sem maður kemur auga á svona lítinn fugl og þá kemur hann svífandi, hljóðum vængjum, hnitar hringi, yfirleitt lætur hann sig einfald- lega hverfa, en stundum steypir hann sér til jarðar svo manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. Hann hrifsar til sín unga, eða egg, eyðileggur hreiður. En ég hef líka séð hrafnana ráðast á smyrilinn svo hann neyddist að sleppa ránsfengnum og flýja á brott. Þess vegna líkar mér vel við hrafnana, þótt þeir séu hranalegir og frekir. Þegar bóndinn kemur inn í eldhús, situr móðir hans alklædd við eldhús- borðið og borðar hafragraut. Hann er feginn því að þurfa ekki að líta til með henni þennan morguninn. Sóley litla hleypur til hans og vefur handleggj- unum um fætur hans. Hann hefur hana á loft, smellir á hana kossi og segir: „Jæja, litli söngfuglinn minn.“ „Ég er ekki söngfugl.“ „Ekki? Hvað ertu þá?“ „Ég er kengúra!“ „Kengúra. Ég skil.“ „Afi, afhverju er svona vond lykt af þér?“ „Það er ekkert vond lykt af afa. Þetta er alveg rándýrt ilmvatn!“ „Nei, þú ert að ljúga! Þú angar eins og belja!“ hrópar barnið, losar sig úr faðmi hans og hleypur burt eins og fætur toga. Dóttirin brosir út í annað. Hún er að þrífa eldhússkápana og hefur greini- lega verið upptekin við verkið um stund því svitinn bogar af andlitinu. „Þetta er algjör óþarfi,“ segir bóndinn, en dóttir hans svarar:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.