Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Qupperneq 103

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Qupperneq 103
A l l t a f s a m a s a g a n TMM 2016 · 3 103 son árið 1940, Friðjón, bróðir Þorsteins, þýddi bókina á íslensku og hún var gefin út undir titlinum Frú Sólberg árið 1949. Þorsteinn mun hafa birt nokkrar smásögur í dönskum blöðum og tíma- ritum og reyndi að koma þeim á framfæri á öðrum tungumálum. Honum tókst loks að ná athygli danskra útgefenda árið 1942 þegar hann vann til danskra bókmenntaverðlauna, H.C. Andersen Medaillen. Verðlaunin voru stofnuð árið 1931 í tilefni af því að 125 ár voru liðin frá fæðingu ævintýra- skáldsins. Þau voru veitt fyrir óútgefið handrit eftir höfund undir 35 ára aldri og fólust í gullmedalíu, 500 króna peningaverðlaunum og útgáfu- samningi við Nyt Nordisk forlag þar sem bók Þorsteins kom út. Þessi fyrsta skáldsaga Þorsteins á dönsku hét Dalen og hún lýsir uppvexti þriggja bræðra í íslenskum dal. Faðir þeirra er vinnuharður bóndi af gamla skólanum en bræðurnir þrá allir að komast að heiman, sá yngsti, Þorvarður, vill verða rithöfundur. Sagan er römmuð inn af frásögn af gömlum farand- bóksala sem ferðast um sveitina með bækur í lúnum vaðmálspoka. Í upp- hafsköflunum gengur hann á milli bæja og falbýður bækur af ýmsu tagi, í lokahluta bókarinnar kemur hann aftur í söluferð að þessu sinni með bók sem Þorvarður hefur gefið út á eigin kostnað í höfuðborginni. Bygging sögunnar er nokkuð laus í reipunum, meginþráður hennar lýsir þroska Þorvarðar, flutningum hans til Reykjavíkur, atvinnuleit við höfnina og vinnu hans sem mjólkurpósts á stóru mjólkurbúi utan við bæinn. En auk þessa eru sagðar fleiri sögur af fólki í dalnum og í nærliggjandi kaupstað, þær tengjast aðalsögunni ekki nema lauslega og í sögunni sem heild eru nokkrir lausir endar. Sú mynd sem dregin er upp af íslenskri náttúru og samfélagi í Dalnum er býsna rómantísk og sver sig mjög í ætt við aðrar íslenskar sveitasögur. Upp- hafskaflinn er frábært dæmi um þetta. Hann gæti verið inngangur að ótal öðrum sögum. Dalurinn sem hér er lýst er í senn enginn sérstakur dalur og allir íslenskir dalir, sögusvið tuga íslenskra skáldsagna síðustu hundrað og fimmtíu ár eða svo: Íslenzkur sumarmorgunn. Sólin er nýkomin upp, og döggin glitrar á grasi og blómum. Áin hlykkjast áfram eftir dalnum. Beggja megin hennar sjást dreifðir bóndabæirnir, hvít hús með dökkleitum þökum, og reykurinn teygir sig upp frá þeim, upp í tært morgunloftið. Það slær bleikgulum blæ á túnin umhverfis þá. Það bendir til þess, að haustið sé í nánd. Hærra uppi getur að líta rauðbrúnar fjallshlíðar, þar sem lyngið og birkikjarrið vex. Þar fyrir ofan sleppir gróðrinum, en gráleitir fjallatindarnir gnæfa við himin í einmanalegri tign. Til vesturs blasir við hafið, eyjar og tangar. Í norðri rísa fjöllin, sveipuð bláleitri móðu.4 Lífsbaráttan sem lýst er í sögunni er hörð, fjölskyldan þarf að nýta hverja stund til vinnu við búskap og sjósókn. En þetta er ekkert eymdarlíf, fjöl- skylda Þorvarðar er duglegt og skynsamt fólk sem nýtir vel þær auðlindir sem umhverfið býr yfir. Þó er eitthvað sem dregur Þorvarð frá bústritinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.