Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 117

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 117
TMM 2016 · 3 117 a rawlings Vinnutitlar: Að ljósbera Hvernig á að vera útlend í tungumáli Kári Tulinius þýddi Bý Reykjavík bókmenntaborg UNESCO fékk mig í mars 2014 til að skrifa og flytja fyrirlestur á samkomu sem helguð var Melittu Urbancic, skáldi, leik- konu og myndhöggvara sem flúið hafði frá Austurríki til Íslands í seinni heimsstyrjöld. Ljóðasafn hennar, Frá hjara veraldar, var þýtt af Sölva Birni Sigurðssyni og var samkoman haldin í tilefni af útgáfu bókarinnar. Þetta var áhrifamikil stund. Fjölskylda Melittu sat á fremsta bekk og í til- efni af útgáfunni var boðið upp á fjölbreytt úrval af tónlist, ræðum og ljóða- flutningi. Vigdís Finnbogadóttir talaði. Sölvi las úr þýðingu sinni. Svo mikill fjöldi kom að færanlegur veggur í Landsbókasafninu var tekinn niður til að koma gestum fyrir, stólar voru dregnir frá kaffiteríunni við hliðina á salnum, og annars staðar þar sem hægt var að fá þá lánaða. Reykjavík bókmenntaborg UNESCO hafði beðið mig um að tala um hvernig það er að vera listamaður af erlendum uppruna sem býr og starfar á Íslandi. Þetta var eitt af fyrstu skiptunum sem ég kom fram opinberlega eftir að ég hafði byrjað í krabbameinsmeðferð, og þar sem lyfin bældu slímfram- leiðslu líkamans voru raddböndin þurr. Myndi rödd mín megna að mæla orð mín fram svo þau heyrðust, yrðu gripin, og skilin? hugsaði ég. Ég hallaði mér að Kára Tulinius og hvíslaði til hans bón um að hjálpa mér með lokasetninguna, sem var á íslensku: Ég þakka ykkur fyrir áheyrnina. Ég vonaði að röddin myndi endast nógu lengi til að flytja orðin sem ég hafði verið beðin um. Góðan daginn og til hamingju með daginn. Það er mér ánægja að velta fyrir mér aðstæðum listamanna af erlendum uppruna sem dvelja á Íslandi, með það í huga hvernig er að deila menningarheimum með öðrum, og hver samfélagsáhrifin eru, og afleiðingar fjöltyngi. Ég skírði tölu mína Bý: framsaga um vistmálfræðiaðgerðir útlendingaljóðskálds í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.