Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Blaðsíða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Blaðsíða 122
H u g v e k j a 122 TMM 2016 · 3 höfum ekki efni á allri þessari súrefnis- eyðslu!“, „Farðu gangandi strákur, þá spararðu súrefnið!“, „Hættiði þessum hoppum, stelpur, finniði ekki hvað þið gleypið mikið loft!“, „Þú ert búinn að hlaupa allt of mikið, nú verðurðu sko að sitja kjur!“ Besta ráðið er að loka börnin inni yfir sjónvarpinu, einkum þegar á dagskrá eru spennumyndir svo þau standi á öndinni. Verra er þó ef börn fara að spara súrefni með því að leggjast í bóklestur, því bókvitið er trafali á sam- keppninni, eins og aragrúi dæma hefur löngum sýnt. Menn reyna að láta ung- lingana sofa sem lengst frameftir. Efna- litlir menn hætta öllu trimmi og fara að stunda fjárhættuspil í staðinn. Sérhæfð tímarit birta greinar um það hvernig spara megi súrefnisnotkun í hvílubrögðum og um það eru gefnar út fræðilegar bækur, en ekki eru allir á einu máli, skemmtun og sparnaður tog- ast á. Svo eru menn, og einkum konur, vöruð við lymskulegum brellum þeirra sem haga sínum bólförum þannig að súrefniseyðslan lendi sem mest á mótað- ilanum: „Stúlkur, forðist tælensku skopparakringluna!“ En fututor oeco- nomicus leynir á mörgum ráðum, og er gjarnan einum leik á undan viðvörun- unum. Það ganga jafnvel sögur um hrekklausar stúlkur sem hafa orðið gjaldþrota með þessu móti. Þessu nýja frelsi atvinnuveganna fylgja óhjákvæmilega ýmis vandamál. Á að fella niður afnotagjaldið þegar menn eru komnir út fyrir íslenska landhelgi? En þetta segir sig sjálft, það yrði vita- skuld of mikið umstang að taka mælana úr sambandi um leið og farið er yfir ein- hverja ósýnilega línu, – enda eins líklegt að vindarnir blási af landi – og gæti orðið mönnum opin leið til að svindla. Hvernig á svo að bregðast við ef einhver reynist ófær um að standa í skilum með afnotagjaldið af andrúmsloftinu? Á þá að fella það niður eða á ríkisvaldið kannske að skerast í leikinn og greiða það í hans stað? Fyrri kosturinn kemur ekki til greina, með því eru menn að verðlauna ódyggðina og letina, þetta gæti líka orðið hvatning til annarra að fara eins að. Síðari kosturinn er ekki betri, því með honum eru skattborgarar látnir borga skuldir óreiðumanna. Hag- fræðingar skrifa greinar og benda á að menn geti jafnan valið hvort þeir vilji nota peningana til að greiða fyrir sína eigin andrúmsloftsnotkun eða kaupa brennivín fyrir þá í staðinn. Frelsið og ábyrgðin sé því þeirra, og með því að taka burt hvort tveggja eru menn að vinna efnahagslífinu óbætanlegan skaða. Best sé að láta frjálshyggjuna leysa vandann, hún sé fær um að gera það á einfaldan og sársaukalausan hátt. Undir það taka sérstaklega plastpoka- framleiðendur. En svo kemur upp annað vandamál og sýnu verra. Hvað á að gera ef einhver sýnir mikla hæfileika á sviði íþrótta en foreldrar hans og vandamenn hafa ekki efni á að borga þá auknu súrefnisnotkun sem æfingunum hlýtur jafnan að fylgja? Reyndar skrifar einn snjallasti hagfræð- ingurinn grein þar sem hann bendir á að enginn verði íþróttahetja ókeypis, hver og einn geti valið hvort hann ver peningum sínum í súrefni til að þjálfa sig eða eyðir þeim í … en þetta særir hjörtu almennings sem standa í blossum í hvert sinn sem íslenskir íþróttamenn gera garðinn frægan utan landstein- anna. Málið virðist komið í hnút, og von- leysið blasir við. En þá sem jafnan finn- ur frjálshyggjan lausnina, og Íslendingar geta þakkað sínum sæla fyrir það heilla- spor að hafa numið burt lög um manna- nöfn og sent mannanafnanefnd alfarið á Kvíabryggju fyrir öll hennar illvirki bæði fyrr og síðar. Því nú eiga nýbakaðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.