Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 133

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 133
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2016 · 3 133 harðstjórum liðnum og lífs“. Þessum hluta lýkur á hendingunum: enn sofa mennirnir á verðinum í getsemanegarðinum og konurnar sitja uppi með ávöxtinn og ríflega ábót á kaleikinn Ísland í dag III. hluti hefst á sterkri ádeilu og aftur erum við komin á heimaslóðir og hér bindur skáldið alla þrjá hlutana og sín helstu þemu listilega saman með vísun til trúarbragða, íslenskrar pólitíkur og loftslagsmálanna. Hér er lýst ‚Íslandi í dag‘ enda kosningar í nánd: enn sem fyrr er gefið í skyn að okkur sé hollast að meðtaka fagnaðarerindið möglunarlaust og helst lofsyngja frelsið þar sem krjúpum við gráturnar á fjögurra ára fresti óbundin og megum velja um að bryðja sólarsellur eða álþynnur næsta góðæristímabil og skola þeim niður með olíubrák úr ófundnum lindum eða hlandvolgum heimskautasjó Í þessum hluta er reiðilestur skáldsins áhrifaríkastur og deilt bæði á leiðtoga og lýð; okkur er hollast „að hlusta í and- akt / þegar markaðsmarrið í ráðherra- kjálkunum / rennur saman við arðbært brakið í bráðnandi ísnum / á norðurslóð og einnig „að hlusta ekki / á hlakkið í hrægammaflokknum / meðan synirnir metta mannfjöldann / með leiðrétting- um og mótvægisaðgerðum“. Lýðurinn á að „gegna þeirri borgalegu skyldu / að vera í stuði þegar spurt er“ og láta sig ekki vanta á leikinn í höllina á völlinn í stemminguna í þéttsetna stúkuna ekki vanta í pollagallann og lopapeysuna í þjóðsönginn á þjóðhátíð með símann í hægri hina í hjartastað og bjórbrúsann hangandi um hálsinn ekki vanta á brennuna í neyðarmóttökuna Höfundareinkenni og þróun Frelsi er sjötta ljóðabók Lindu Vil- hjálmsdóttur og spannar ferill hennar rúman aldarfjórðung. Fyrstu ljóð sín birti Linda í blöðum og tímaritum á níunda áratugnum en fyrsta bók, Blá- þráður kom út árið 1990, síðan komu Klakabörnin 1992, Valsar úr síðustu siglingu 1996, Öll fallegu orðin 2000 og Frostfiðrildin 2006. Þegar bækurnar allar eru lesnar saman koma bæði fram sterk höfundareinkenni sem og athyglis- verð þróun. Eftirtektarvert er hversu fjölbreytt yrkisefni Lindu eru og síst af öllu hægt að saka hana um að endurtaka sig. Í Bláþræði og Klakabörnum vöktu athygli meitlaðar náttúrumyndir, mynd- vísi og húmor og tvennt það síðarnefnda hefur einkennt ljóðagerð hennar æ síðan, ásamt íróníu sem sjaldnast er langt undan en einnig má nefna þunga, blúsaða undiröldu sem víða bregður fyrir. Næstu þrjár ljóðabækur Lindu, sem og sú sem hér er um fjallað, má skilgreina sem ljóðabálka þar sem hver bók um sig myndar heild og öll ljóðin tengjast þeirri ‚frásögn‘ sem bækurnar miðla, hver fyrir sig: Öll fallegu orðin hnitast um ást, missi og sálarstríð og mætti lýsa sem sálumessu yfir elskhuga. Frostfiðrildin lýsa ferð eiginmanns skáldsins yfir jökul og ótta ljóðmæland- ans sem situr eftir heima og ímyndar sér allt hið versta. Valsar úr síðustu siglingu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.