Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 134

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 134
U m s a g n i r u m b æ k u r 134 TMM 2016 · 3 segja frá ferðalagi ljóðmælanda með skipi frá Íslandi til Frakklands og ljóðin eru spunnin um sjómannslífið og sigl- inguna. Eins og tíðkast í ferðasögum er lýst bæði ytra og innra ferðlagi; lífinu um borð og lífinu hið innra. Af þessu má sjá að yrkisefni Lindu er fjölbreytileg og segja má að í hverri bók sýni hún á sér nýja hlið. Með hinum pólitíska þunga sem einkennir Frelsi slær Linda síðan enn nýjan tón og tengir sig við alþjóðlega strauma, eins og til að mynda við hið fræga ljóð Frelsi (Liberté) sem Poul Éluard samdi árið 1942 þegar Frakkland var hernumið að þýskum nasistum. Einnig má minna á ýmsar erlendar frelsishreyfingar í Bandaríkj- unum, Indlandi og Suður-Ameríku, svo fáeinar séu nefndar, þar sem orðið ‚frelsi‘ var þrungið merkingu. Ef til vill er Linda Vilhjálmsdóttir að reyna að endurheimta orðið ‚frelsi‘ – að ‚frelsa‘ það undan þeirri merkingarleysu og misnotkun sem hugtakið hefur sætt í vestrænum samfélögum á undanförnum áratugum þar sem jafnvel má segja að endaskipti hafi átt sér stað á merkingu: boðað hefur verið frelsi hins sterka til að kúga hinn veika og raka til sín sem mestu af gæðunum. Þetta mætti einnig orða á þann hátt að nýkapítalísk frjáls- hyggja hafi réttlætt ranglæti með mis- notkun á orðinu ‚frelsi‘. Í Klakabörnum er að finna ljóðið „Farvel í lokin“ þar sem Linda Vil- hjálmsdóttir sendir kveðju til vinar síns og segir meðal annars: „Ég er kvenkyns- skáld og næstum því orðin norn“. Við lestur á Frelsi leitar sú hugsun á hvort nornin sú sé vöknuð að fullu í skáldinu því það er eitthvað við ljóðmælanda þessara ljóða sem minnir á norn, eða öllu heldur völvu, sem mælir fram sinn seið. Það er eitthvað við kraftinn og ógnvænlega heimssýn þessa magnaða ljóðabálks sem vekur upp hugrenningar- tengsl við Völuspá. Munurinn er þó sá að Völuspá býður upp á von í lokin því völvan sér „upp koma / öðru sinni / jörð úr ægi / iðjagræna“. Slík von er ekki til staðar í Frelsi sem endar á þessum hendingum: og líðum aðgerðarlaus um útfjólubláan veraldarvefinn í síðupplýstu veldi feðranna meðan mannsbörnin aðlagast stingandi kulda brennandi hita og stækkandi skömmtum af loftleysi Ef skáldskapur á borð við þennan megnar ekki að hreyfa við lesendum sínum, vekja þá og hvetja til aðgerða er líklega fátt til ráða. Þorgeir Tryggvason Himnaverur og hrúðurkarlar Jón Kalman Stefánsson: Eitthvað á stærð við alheiminn, Bjartur 2015. … hvernig skyldi heimurinn líta út eftir að maður deyr? hvernig getur allt verið til þegar maður sér það ekki lengur? – eða hættir maður aldrei að sjá? Skurðir í rigningu 1996 I Í ekki svo mjög fjarlægri framtíð mun það virka einkennilega á fólk að skrifað- ir hafi verið ritdómar um Eitthvað á stærð við alheiminn. Álíka merkilegt og að það skuli vera til umsagnir um Hús skáldsins og Hið ljósa man þegar þær komu út. Vonandi hefur enginn bók-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.