Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 135

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 135
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2016 · 3 135 menntaunnandi eytt dögunum milli jóla og nýjárs í fyrra í að lesa nýjustu bók Jóns Kalmans Stefánssonar án þess að hafa áður lesið Fiskarnir hafa enga fætur (2013), sem jafnast á við að byrja á bls. 355 í stórri skáldsögu. Saman mynda bækurnar órofa heild, eina stóra ættar- sögu. Hvað hún verður látin heita í útgáfum framtíðarinnar verður gaman að sjá. II Órofa heild. Þar spilar líka inn í form sögunnar, þar sem uppistaðan er fléttu- verk þriggja ólíkra tímaskeiða. Nútím- inn, þar sem bókamaðurinn Ari snýr aftur úr sjálfskipaðri útlegð og heldur til fundar við deyjandi föður sinn í þeirri efnahagslegu rúst sem Keflavík æsku hans er orðin. Unglingsár Ara þar í bæ og í aðdraganda þess að faðir hans og stjúpa flytja þangað. Og loks ástar- og baráttusaga ömmu hans og afa á Norð- firði snemma á síðustu öld. Atburðarás þeirrar síðastnefndu og nútímasögunnar er nokkurnveginn í réttri tímaröð en upprifjanir úr fortíð Ara lúta fremur duttlungum minnisins. Einföld tímalína frá því Margrét amma og Oddur afi fella hugi saman til bæjarhátíðarinnar í Keflavík í sögulok hefði getað gert bind- in tvö að sjálfstæðum verkum. Þræðirn- ir sem liggja þvers og kruss um líf kyn- slóðanna binda þau þétt saman. Fyrir vikið er illgerlegt að einangra umfjöllun við Eitthvað á stærð við alheiminn og næsta víst að fiskarnir fótalausu fljóti með. Þessi frásagnaraðferð gerir söguna líka þannig úr garði að mynd fjölskyld- unnar teiknast út frá nokkrum upphafs- punktum frekar en að verða línuleg framvinda orsaka og afleiðinga. Þéttist frekar en að vera leidd til lykta. Efnistengsl bókanna tveggja við önnur verk höfundar eru líka margvís- leg og mjög auðgandi að grúska í fyrir þá sem vilja gangast honum á hönd af alvöru. Við verðum fyrst vitni af einu lykilatvika þessarar sögu, nauðguninni á sláturhúsballinu, í Skurðum í rigningu 1996. Skýrastur er þó skyldleikinn við hina sjálfsævisögulegu æskusögu Snark- ið í stjörnunum. Ari deilir hinni sáru reynslu móðurmissis með aðalpersón- unni þar, sem og þeim jarðvegi harð- neskju og kulda sem fylgir. Í Eitthvað á stærð við alheiminn mildast sú mynd allnokkuð þegar við fáum innsýn í persónuleika föður hans og stjúpu sem bæði virðast á endasprett- inum en hafa fundið einhverskonar frið og – að minnsta kosti hún – innsýn í hvað orsakaði andrúmsloftið á heimil- inu, og hverjar gætu hafa verið afleið- ingar þess. Bréf stjúpu til Ara undir lok bókarinnar er fallegur texti, kannski strangt til tekið of fallegur, en fallegt af höfundinum að ljá þessari þreyttu og hörðu konu eitthvað af stílmýkt sinni þar sem hún kveður okkur. Gott ef það er ekki einfaldlega réttlætismál að hörkutól og hrúðurkarlar af báðum kynjum fái aðgang að skáldlegu ímynd- unarafli og mjúkum alheimshúmanisma höfundar. Skáldlegt réttlæti. Þetta er stór og breið fjölskyldusaga og þjóðfélagslýsing með tvær persónur stærstar í forgrunni: hin sterka og siglda en viðkvæma Margrét og Ari sonarson- ur hennar. Bæði eru þau að nokkru utanveltu í samfélögum sínum, í hálf- gerðu stríði við þau. Það er í gegnum þann núning sem einkenni samfélag- anna, mótin sem þau ætla fólki að passa í, verða sýnileg. Harðneskja sameigin- legt einkenni beggja skeiðanna. Við fylgjumst með heitri ást Odds og Mar- grétar veðrast í harðri lífsbaráttunni og flótta Ara frá keflvískum kulda og sinnuleysi föður og stjúpu eftir heimsslit móðurmissisins í skjól heyrnartólanna,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.