Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 140

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 140
U m s a g n i r u m b æ k u r 140 TMM 2016 · 3 í sinn hlut Dover, Ermarsundseyjar, Gíbraltar, Möltu, Vestur-Afríku, Vestur- Indíur, Tasmaníu, Nýja-Sjáland og flest- ar eyjar Englendinga í Kyrrahafi; Eng- lendingar verða meira að segja að láta af hendi egypskar fornminjar sem þeir stálu af Frökkum og geyma nú í British Museum. Eftir þetta sjá Þjóðverjar sér vænst að skila Elsass og Lótringen, og heimsbyggðin er endurskipulögð í sam- ræmi við hagsmuni Frakka. Aðrar sögur af svipuðu tagi voru „Hörmungar Jóns Bola“ og „Fjörbrot Albion“. Á sama tíma sömdu Englendingar keimlíkar sögur um stríð við Frakka, einkum hættuna af fyrirvaralausri inn- rás þeirra, og náðu þau ritstörf hámarki kringum 1882, þegar uppi voru hug- myndir um að grafa göng undir Ermar- sund; hver sagan eftir aðra sagði frá því hvernig svikulir Fransmenn laumast eftir göngunum að næturlagi og eru komnir til London áður en nokkurn varir. Dæmi um slíkar bókmenntir eru „Taka Ermarsundsganganna“ og „Hvernig Jón Boli tapaði London“. Eftir að hætt var í bili við slík áform um neð- ansjávargöng birtust enn sögur af sama tagi, en nú um það að Frakkar væru sjálfir vel á veg komnir að grafa leyni- göng undir Ermarsund fyrir væntanlega innrás, og munu ýmsir reyndar hafa haft það fyrir satt. Einnig sömdu Eng- lendingar sögur sem eru nákvæm speg- ilmynd af samsetningi Frakka, í einni þeirra, „Sjóræningjafélagið mikla“ (1899) tryggir nýtt leynivopn Engilsöx- um endanlegan sigur yfir heimsbyggð- inni, í lokin er svo komið að öll viðskipti erlendra þjóða á höfum úti eru úr sög- unni, enginn hefur lengur bolmagn til að keppa við hin voldugu og ríku fyrir- tæki Engilsaxa. Eftir sáttmála Englendinga og Frakka 1904 sneru skriffinnar beggja þjóða sér alfarið að því að semja sögur um styrj- öldina væntanlegu við Þjóðverja, og flæddu þá úr enskum pennum bækur eins og „Þegar hrægammurinn steypir sér“, „Meðan England svaf“ og „Innrás- in sem tókst ekki“. Í slíkum sögum ber mjög á þýskum njósnurum sem sagðir eru hafa komið sér fyrir þúsundum ef ekki tugþúsundum saman um allt Eng- land, sumir þeirra áttu að vera þjálfaðir hermenn reiðubúnir að styðja innrásar- herinn og með sérstaka hnappa svo fljótlegra væri að finna þá og virkja til þjónustu. Um þetta sannfærðust margir. En Þjóðverjar sem höfðu fram að því látið sér nægja að þýða slíkar sögur úr erlendum málum tóku til við að svara í sömu mynt, og sömdu sögur eins og „Heimsstyrjöldin í loftinu“ (1909) og „Endalok Englands árið 19??“ (1912). Öll „þessi bókmenntastarfsemi“, ef svo er hægt að kalla hana, markaði stór spor á sínum tíma, því hún kom fram á sviðið þegar blaðaútgáfa var mjög að efl- ast og farin að ná til hins breiða fjölda. Þess vegna lék hún stórt hlutverk í þróun hugarfarsins á þeim rúmlega fjörutíu árum sem liðu frá einni styrjöld til annarrar, og má nefna til þess tvær ástæður sem voru reyndar samvirkandi. Annars vegar stuðluðu sögurnar að því að venja menn á að líta á ákveðnar þjóð- ir sem nánast eðlilega, jafnvel „náttúru- lega“ óvini sem yrði að heyja stríð gegn fyrr eða síðar, því þær hefðu skítlegt eðli og væru ógnun við siðmenninguna. Til að sýna fram á nauðsyn þess var Darwin stundum kvaddur til þjónustu, og teikn- arar lágu ekki á liði sínu við að gera þessa andskota sem ljótasta. En þannig hafði fyrri heimsstyrjöldin semsé verið háð og útkljáð margsinnis á prenti áður en hún skall á í raun og veru. Hins vegar kom til sögunnar undar- leg gloppa í þessum ritsmíðum, mikill skortur á ímyndunarafli: þótt hugar- flugið væri stundum nóg til að lýsa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.