Hugur - 01.01.2014, Blaðsíða 7
Inngangur ritstjóra 7
um. Heilbrigðisvísindi samtímans kalla á úrlausnir á siðferðilegum álitamálum og
þær úrlausnir koma oftar en ekki úr ranni hagnýttrar siðfræði. Í grein sinni „„Ný-
menni“ eða mörk mennskunnar“ fjallar Salvör Nordal um siðferðilegar spurn-
ingar sem vakna í tengslum við taugaeflingu. Þær leiðir sem við höfum til að hafa
áhrif á starfsemi heila og miðtaugakerfis eru sífellt að verða fleiri og áhrifameiri.
Sá möguleiki að heilbrigðir einstaklingar noti þessi úrræði til að öðlast betri getu
eða einhverskonar forskot á aðra í samfélaginu vekur upp nýjar og um margt
óvenjulegar siðferðilegar spurningar. Hér er að koma fram ný tækni sem kallar á
nýjar úrlausnir á siðferðilegum álitamálum og er mjög áhugavert að sjá hagnýtta
siðfræði fást við þær.
Eitt af lykilhugtökum siðfræðinnar er „réttlæti“. Grein Ólafs Páls Jónssonar
hefur að viðfangsefni að útskýra hvernig þetta hugtak, í þeirri merkingu sem
það fær á sig innan siðfræðinnar, á við um börn. Eitt af þeim vandamálum sem
við stöndum frammi fyrir í siðferðilegri umræðu er að siðferðilegir dómar eiga
ekki eingöngu við um sjálfráða einstaklinga, heldur einnig einstaklinga sem eru
ósjálfráða og við viljum geta gert grein fyrir stöðu þessara einstaklinga innan
siðferðilegrar umræðu. Ólafur Páll fæst hér við að útfæra hugtakið um réttlæti
þannig að skynsamlegt og skiljanlegt sé hvernig það á við um siðferðilegan rétt
barna.
Eins og sjá má af þessari stuttu umfjöllun er mikið og fjölbreytt líf í kringum
hagnýtta siðfræði á Íslandi. Það er vel. Það er nauðsynlegt að umræða sem þessi
haldi áfram, haldi áfram á íslensku, og haldi áfram í nánu samtali milli ólíkra
greina. Það er ekki einkamál siðfræðinga að greina eða fást við siðferðileg álita-
mál, en einhverskonar samtal milli þeirra og fulltrúa annarra greina er trúlega
besta aðferðin til að halda við heilbrigðri orðræðu innan hagnýttrar siðfræði.
Eins og fram kemur í pistli frá stjórn Félags áhugamanna um heimspeki aftast
í heftinu var Gunnar Ragnarsson gerður að heiðursfélaga á aðalfundi félagsins í
maí 2014. Af því tilefni er Gunnari og hugðarefnum hans gerð nokkur skil í þess-
um árgangi Hugar. Þar ber fyrst að nefna að í viðtalinu sem prýðir heftið spjallar
Ólafur Páll Jónsson við Gunnar og ber margt á góma, allt frá sjóróðrum til Johns
Dewey. Viðtalið skýrir sig sjálft og ég hef ekki miklu þar við að bæta, nema að
benda á að á eftir viðtalinu er birt grein um einn af helstu áhrifavöldum Gunnars,
breska heimspekinginn John Macmurray. Macmurray er ekki vel þekktur á Íslandi
en er áhugaverður hugsuður og því fengur að umjöllun um hann á íslensku.
Gunnar Ragnarsson hefur lagt heimspeki á íslensku ómetanlegt lið með þýð-
ingum sínum. Það er því við hæfi að hér birtist ein til; þýðing hans á viðureign
Stephens Law við siðfræði Immanuels Kant. Þýðingin er skýr, einföld og laus við
allt prjál, helstu kostir sem heimspekilegur texti getur haft til að bera.
Aðrar þýðingar í Hug þetta árið eru ekki af verri endanum. Þýðingar á tveim-
ur textum Heideggers hljóta að teljast til tíðinda og ekki síður þýðing á viðtali
við einn af áhrifameiri heimspekingum samtímans, Luce Irigaray. Þýðing á hluta
af verki Berardi, The Uprising, undir titlinum „Sjálfvæðing tungumálsins“ veitir
kærkominn aðgang að róttækri hugsun sem er ennþá ný og fersk og ávarpar mörg
af helstu úrlausnarefnum samtímans algerlega milliliðalaust.
Hugur 2014-5.indd 7 19/01/2015 15:09:30