Hugur - 01.01.2014, Blaðsíða 170

Hugur - 01.01.2014, Blaðsíða 170
170 Elizabeth Hirsh og Gary A. Olson „vel lukkaða“ hjónabandi þar sem konan tekur yfir hlutverk móður eiginmannsins og hann gerist sonur hennar. Þess í stað sér Luce Irigaray fyrir sér „lárétt yfirstig“ milli tveggja þroskaðra en óbreytanlega ólíkra sjálfsvera, karls og konu. Vegna þess að „kynjamismunur er grundvallarbreyta hinnar félags-menningarlegu skipanar“ (það sem hún kallar „kynferðislegt val“ er álitið vera „aukaatriði“) þá er „sköpun nýs sambands [milli karls og konu] í grundvallaratriðum líkt því að finna upp nýja félags- og menningarlega skipan“. Af sömu ástæðu fullyrðir Luce Irigaray að ástæða þess að hún „getur virt muninn alls staðar: muninn á öðrum kynþáttum, muninn á kynslóðum, o.s.frv.“ sé einmitt vegna þess að hún staðsetur mismun sem slíkan („mismuninn og hið neikvæða sem ég mun aldrei yfirstíga“) milli tveggja kynja frekar en annars staðar. Sú viðleitni að hugsa sambandið karl/kona sem tvennd er rökrétt niðurstaða þess rannsóknarverkefnis sem hófst í Speculum með gagnrýni á einokun hinnar einstöku, karlkyns sjálfsveru í vestrænni hefð. Þessi viðleitni þróaðist á „næsta tímabili“ yfir í tilraun til að reyna „að skilgreina þær hugleiðingar sem gætu leyft tilvist kvenkyns sjálfsveru“. Þetta mikla heimspekilega verkefni hefur getið af sér röð tilrauna sem Luce Irigaray hefur gert síðustu ár til þess að sýna fram á að kynjamismunur sé að verki innan kynjaðra mynstra tungumálanotkunar með það að markmiði að „endurúthluta orðræðunni“ milli karls og konu líkt og til að lyfta því á stall sem aldrei hefur átt sér stað: ósviknu samtali milli þeirra tveggja. Þessum tilraunum er ætlað að svipta hulu af meintu hlutleysi málgerðar (e. linguistic forms) með því að sýna ólík kynjasambönd (e. sexuate relations) sem upplýsa okkur um hvernig konur og karlar nota tungumálið með ólíkum hætti. Þær sýna til dæm- is að í ákveðnu samhengi er dæmigerð notkun stúlkna á forsetningunni „með“ tengd manneskjum. Í sama samhengi noti drengir forsetninguna aftur á móti í tengslum við dauða hluti; stúlkur búa því til (og skapa sjálfar sig innan) setningar með tveimur sjálfsverum á meðan drengir búa til setningar með sjálfsveru og viðfangi. Á svipaðan hátt nota stúlkur yfirleitt fyrstupersónufornafnið („ég“ eða „Je“) í díalektísku sambandi við aðrar sjálfsverur („þú“ eða „Tu“). Í eins tilvikum nota drengir það hins vegar yfirleitt í tengslum við viðfang eða „það“. „Ég-ið“5 hylur því alltaf tengsl sín og er í raun ekki eitt heldur tvö og kynjuð og leggur Luce Irigaray til að endurhugsa þurfi veruleikann út frá hinni tvöföldu endur- sköpun á „ég-hún“ („Je-elle“) og „ég-hann“ („Je-il“). Hún trúir því að gegnum slíka „endurúthlutun“ samtalsins sé mögulegt að skapa hina „tvíþættu sjálfsveru“ og er það markmiðið sem verk hennar hefur alltaf stefnt að. Á líkan hátt telur Luce Irigaray að femínismi geti gert lítið úr sjálfum sér með því að blætisgera vald „persónulegrar reynslu“ í skilningi „hins hreinræktaða frásagnar-„ég-s“ “, eða út frá „ég-inu“ sem aðeins nær að tjá áhrif “. Með því að beita móteitri krefst hún þess að orðræða sjálfsveru og viðfangs, tvöföldunar, verði viðurkennd sem hluti af sjálfsverunni sem slíkri: „Mér er ómögulegt, einni og óstuddri, að staðfesta mína eigin reynslu, þar sem hún er eitthvað sem ég þekki aðeins út frá ákveðinni staðreynd, út frá samtali, og svo framvegis. Ég get ekki staðfest að þetta sé alltaf 5 [Í frumtextanum eru persónufornöfnin alltaf án greinis en hér eru þau þýdd með greini þar sem á við í þeirri viðleitni að gera textann læsilegri á íslensku. – Þýð.] Hugur 2014-5.indd 170 19/01/2015 15:09:38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.