Hugur - 01.01.2014, Blaðsíða 64
64 Svavar Hrafn Svavarsson
hagnýttrar siðfræði á okkar dögum, Peter Singer – kannski einfaldlega frægasti
siðfræðingur samtímans – sem var og er alræmdur.8 Hann stundar sína hag-
nýttu siðfræði á þann klassíska hátt að hann hefur í farteskinu siðfræðikenn-
ingu, nytjastefnu – líklega útbreiddustu siðfræðikenningu samtímans –, og beitir
henni miskunnarlaust á hvað sem fyrir verður og segir okkur jafnframt sem ein-
staklingum hvernig við ættum að lifa lífinu siðlega. Gefum Singer sjálfum orðið:
„[…] praktísk siðfræði, það er beiting siðfræði […] á praktísk mál eins og með-
ferð þjóðarbrota, jafnrétti fyrir konur, notkun dýra til matargerðar og rannsókna,
varðveislu náttúrulegs umhverfis, fóstureyðingar, líknardráp og þá skyldu ríkra að
hjálpa fátækum.“9 Þannig útskýrir hann hagnýtta siðfræði.
Þessi aðferð hagnýttrar siðfræði virðist augljós. Hins vegar er þetta líklega ekki
vinsælasta aðferðin nú um stundir.10 Ástæðan er sú að leiðin frá kenningunni til
lífsins, þeirra dóma sem fella verður og raunverulegra athafna, er vægast sagt óljós.
Það gerir almennt eðli kenningarinnar. Tökum dæmi: Kenningin segir að eigi
skuli ljúga. En við leitum á náðir kenninga þegar óljóst er hvað skuli gera, hvort
ljúga skuli við tilteknar aðstæður, þegar aðrir fletir kenningarinnar mæla fyrir um
aðra breytni (t.d. að forðast skuli meiðingar). Það virðist þurfa meira en kenningu.
Þess vegna vilja sumir hagnýttir siðfræðingar (ef svo mætti kalla þá) um þessar
mundir frekar byrja á því að skoða staðreyndir málsins og beita síðan alls kyns
rökum – meðal annars heimspekilegum – til að komast að skynsamlegri niður-
stöðu. Og þegar hugmyndin er að grundvalla opinbera stefnu eða leggja gott til
þeirrar stefnu – en þá kemur oft til kasta hagnýttra siðfræðinga – þarf ekki aðeins
að komast að skynsamlegri niðurstöðu, heldur skynsamlegri sátt um niðurstöðu.
Þessi sátt er grundvallaratriði, held ég.
Ein ástæðan fyrir þessu verklagi – að byrja að neðan en ekki að ofan, með
fyrir fram samþykkta kenningu í farteskinu – sýnist mér nefnilega vera krafan um
sátt innan samfélaga sem einkennast af fjölhyggju, krafan um framkvæmanlegar
hugmyndir sem koma til móts við almennar og ráðandi hugmyndir. Hérna spilar
rullu hugmynd Johns Rawls um sátt sem sniðmengi þeirra almennu heimspeki-
legu, siðferðilegu og trúarlegu hugmynda sem þátttakendur í samfélagi aðhyllast,
„skarað samþykki“ (e. overlapping consensus).11
Hagnýtt siðfræði varð til sem fræðigrein fyrir liðlega fjórum áratugum. Hún
ber þess ljóslega merki hversu háð hún er samhengi sínu, stöðu mála á síðari hluta
tuttugustu aldar. Ástæðurnar eru tvenns konar. Hún varð kröftug við upphaf átt-
unda áratugarins, í kjölfar ýmiss konar gagnrýni á þá siðfræði sem heimspekingar
ástunduðu um þær mundir og höfðu ástundað lungann úr tuttugustu öldinni.
Fræg er gagnrýni Bernards Williams á frammistöðu siðfræðinga. Þessi gagnrýni
8 Hann þurfti lífverði þegar hann var keyptur frá litlum áströlskum háskóla af ríkum amerískum
háskóla. Um Singer, feril hans og heimspeki, sjá t.d. Gruen 2009.
9 Singer 1993: 1: „[…] practical ethics […] that is, the application of ethics […] to practical issues
like the treatment of ethnic minorities, equality for women, the use of animals for food and
research, the preservation of the natural environment, abortion, euthanasia, and the obligation of
the wealthy to help the poor.“
10 Svo fullyrðir alltént Beauchamp 2005: 2–3.
11 Rawls 2001: 32–38 (§11). Vilhjálmur Árnason þýðir hugtakið svo.
Hugur 2014-5.indd 64 19/01/2015 15:09:33