Hugur - 01.01.2014, Blaðsíða 214
214 Marteinn Sindri Jónsson
myndinni um hinn efsta dag, þegar Guð kemur að dæma lifendur og dauða. Þessi
gífurlega tímavídd sem virðist teygja sig endalaust til framtíðar er takmörkuð því
með trúnni á hið messíaníska loforð, endurkomu frelsarans, á sagan sér endalok á
efsta degi. Þannig leysir loforð kristinnar trúar endurminninguna um hinar guð-
legu forskriftir af hólmi.
Það er skemmst frá því að segja að Endurtekningin er ein samfelld hrakfallasaga
Constantiusar sem tekst ekki að finna lausn á vanda sínum; hann kemst að því að
leitin að endurtekningunni er vonlaus viðleitni. Endurtekningin er ekki möguleg
eins og hann sér hana fyrir sér, hún er ekki til. Það er kannski ekki að furða að
þessi ungi maður eigi erfitt með að trúa loforði Krists um eilíft líf á himnum,
því hvernig í ósköpunum getur hann fengið staðfestingu á því? Constantius er
dæmigerður stórborgarbúi, maður hinnar nýju kynslóðar, veraldarvanur og fyrst
og fremst trúlaus. Sú eilífð sem hann hefur í huga er af allt öðru tagi en eilífð
kristninnar, sú eilífð á sér goðsögn eða erkitýpu í læknum sem rann við bæ föður
hans:
Ógleymanlega barnfóstra mín, hviklynda dís í læknum, sem rann hjá
bæ föður míns! […] Þú, sem ekki eltist, þegar ég varð gamall maður,
þú hljóðláta lækjardís, sem ég leitaði aftur til, þreyttur á mönnunum,
þreyttur á sjálfum mér, svo að ég þurfti eilífð til að hvílast, hryggur, svo ég
þurfti eilífð til að gleyma. Þú neitaðir mér ekki um það, sem mennirnir
ætluðu að neita mér um með því að gera eilífðina eins amasama og enn
ægilegri en tímann. Þá lá ég við hlið þér og hvarf sjálfum mér út í víð-
áttu himinhvolfsins yfir höfði mér og gleymdi mér þar við svæfandi hvísl
þitt. Þú, sem ert hinn hamingjusamari hluti af sjálfum mér, hverfula líf í
læknum, sem rennur hjá bæ föður míns, þar sem ég ligg, eins og líkaminn
væri göngustafur, en ég leystur og frelsaður í angurblíðum nið þínum.19
Í lýsingu Constantiusar á læknum kristallast þær hugmyndir sem hafa verið
ræddar um tvíeðli tímans. Lækurinn er eilíf, hviklynd dís sem ekki eldist. Con-
stantius leitar aftur til hennar þegar hann þarfnast eilífðar til að hvílast, eilífðar
sem snertir ekkert það eilífa líf sem kristin trú lofar, „með því að gera eilífðina eins
amasama og enn ægilegri en tímann“. Constantius er í leit að þeirri eilífu endur-
komu sem er andstæða hins vanhelga tíma framvindunnar. Lækurinn er miðjan
í heimsmynd Constantiusar, einhvers konar ódáinsakur tilveru hans, tákn hinnar
eilífu endurkomu, paradís forskrifta og möguleiki endurtekningarinnar.
Það er athyglisvert hvernig lýsingar Constantiusar á endurtekningunni kall-
ast á við kenningu Jungs um hina dulrænu hlutdeild. Sú eilífa endurkoma sem
Constantius hefur í huga er fólgin í að hverfa aftur á vit eigin barnæsku, „upphaf-
legrar samsömunar hugveru og hlutveru“, svo notuð séu orð Jung. Samsömunina,
sem tilheyrir hinni dulrænu hlutdeild, fangar Kierkegaard til dæmis með þessum
orðum: „Þá lá ég við hlið þér og hvarf sjálfum mér út í víðáttu himinhvolfsins yfir
höfði mér og gleymdi mér þar við svæfandi hvísl þitt […] leystur og frelsaður í
19 Kierkegaard 2000: 109–110.
Hugur 2014-5.indd 214 19/01/2015 15:09:40