Hugur - 01.01.2014, Blaðsíða 157

Hugur - 01.01.2014, Blaðsíða 157
 Réttlæti: Stofnanir og verðskuldun 157 réttlæti sú verðskuldun sem skilgreinist af reglum samfélagsins, þ.e. af lögmálum réttlætisins til viðbótar við frekari lögmál og reglur sem samfélagið hefur sett sér til að skilgreina forsendur félagslegrar samvinnu. Við gætum orðað þetta svo að Rawls hafni því að hverskyns for-stofnanaleg verðskuldun skipti máli fyrir félags- legt réttlæti.7 Rawls færir tvennskonar rök fyrir því að hafna verðskuldun sem grundvelli félagslegs réttlætis. Fyrri rökin lúta að því að í ljósi staðreyndarinnar um sann- gjarna fjölhyggju (e. reasonable pluralism) geti siðferðileg verðskuldun ekki verið grundvöllur félagslegs réttlætis. Staðreyndin um fjölhyggju er einfaldlega sú stað- reynd að samfélög Vesturlanda eru sundurleit í smáu og stóru og fólk hefur marg- víslegar og oft ólíkar skoðanir á því í hverju hið góða líf sé fólgið. Fjölhyggjan telst síðan vera sanngjörn ef fólk er tilbúið til að setja fram sanngjarnar forsendur félagslegrar samvinnu og samþykkja slíkar forsendur þegar aðrir setja þær fram.8 Í samfélagi sem einkennist af sanngjarnri fjölhyggju greinir fólk á um hinstu rök tilverunnar og því getur engin ein hugmynd um verðleika eða verðskuldun legið því til grundvallar hvernig stofnanir samfélagsins meti verðleika og verðskuldun fólks. Seinni rökin varða það að fólk verðskuldi ekki þá hæfileika sem það hefur, og þar með ekki heldur það sem af þessum hæfileikum flýtur. Um þessi rök segir Þorsteinn í greininni „Skiptir réttlæti máli?“: [Það blasir] við að það er ekki algild regla að menn verðskuldi ekki verð- leika sína. Jafnvel rammlega áskapaðir líkamlegir eiginleikar, eins og burður eða þol, nýtast ekki neinum manni sem verðleikar nema fyrir margvíslega rækt við þá. Það er leikur einn að láta slíka eiginleika spill- ast á alla lund, og það er líka leikur enn að nota þá til þeirra hluta að þeir verði að göllum en ekki að kostum, eins og þegar kraftajötunn er áflogahundur.9 Fyrri rökin – þau sem byggja á staðreyndinni um sanngjarna fjölhyggju – spretta beint af aðferðafræðilegum hugmyndum Rawls. Kenning hans er sáttmálakenn- ing og hann ímyndar sér að þeir sem semji sín á milli um lögmál réttlætisins fyrir samfélagið geri það undir fávísisfeldi þar sem þeir þekki fyrst og fremst almenn sannindi um fólk og samfélög en viti ekkert um stöðu eða verðleika tiltekinna einstaklinga og þar með ekki um hugmyndir sínar eða annarra samferðamanna sinna um verðleika fólks. Seinni rökin byggja á því sem Rawls segir að sé nátt- úruleg staðreynd, nefnilega sú staðreynd að enginn verðskuldi eigin hæfileika. Rawls orðar þetta þannig: Það verðskuldar enginn þær gáfur sem hann hlýtur í vöggugjöf, ekki fremur en maður verðskuldar þá stöðu í samfélagi sem hann er fæddur 7 Logar 2013. 8 Rawls 2001: 6–7. 9 Þorsteinn Gylfason 1992: 128. Hugur 2014-5.indd 157 19/01/2015 15:09:37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.