Hugur - 01.01.2014, Blaðsíða 86
86 Sigurjón Árni Eyjólfsson
stigveldishugsun sem áður hefur verið getið um. Það kemur því vart á óvart að
greining á vægi líkama og kyns fyrir hugsun, sjálfsskilning og samfélagsgerð hafi
lítt verið sinnt innan þessarar karllægu heimspeki.55 Irigaray hafnar henni og vísar
til þess að jafnt líkami sem kyn móti ekki einungis hugsunina, heldur allan skiln-
ing manna og umfram allt sjálfsskilning þeirra. Að útiloka þennan þátt gefur því
ranga mynd af veruleika og tilvist mannsins. Afleiðing þessa lýsir sér í brengl-
uðum mannskilningi sem kemur m.a. vel fram í kenningum Freuds og öðrum
kenningum innan sálgreiningarinnar.56
Irigaray snýr sér nú nánar að sálgreiningu. Að mati Freuds er kynvitund svein-
barna og stúlkubarna sú sama. Síðar á þroskaferlinum komi aftur á móti fram
mótandi þáttur í kynvitund kvenna sem Freud nefnir reðursöfund (þ. Penisneid).57
Stúlkur uppgötvi um fjögurra ára aldur að þær hafa annað kyn en drengir, nánar
tiltekið að kynfæri drengja séu úthverf á meðan þeirra eigin séu innhverf. Við
nánari athugun verði þeim einnig ljóst að hluti þeirra eða snípurinn er eins og
lítill og afmyndaður limur.58 Stúlkur upplifi þessa staðreynd sem skort og þrái að
eignast það sem drengir hafi. Sá skortur þróist í öfund í garð drengja, sem leiði til
vonbrigða og ótta sem stúlkur bregðist við með ásökunum á hendur móður sinni
um að vera orsök þessa skorts. Kynvitund kvenna einkennist samkvæmt Freud
af þessum skorti og skiptir hér sköpum það sem hann nefnir reðursöfund og
geldingarduld (þ. Kastrationskomplex).59 Hún hefur þær afleiðingar á kynlífið að
á ungdómsárum hverfi stúlkur úr stöðu geranda í stöðu þiggjanda. Kynlífsvitund
þeirra færist yfir á svið hins hlutlausa eða þiggjandi hluta kynfæris kvenna. Þetta
skýrir vegna hvers konan sé almennt í stöðu hins óvirka, aðgerðalausa þolanda
frekar en gerandans í samfélaginu.60 Við þetta bætist svokölluð „Ödipusarduld“
en samkvæmt Freud færist áhugi stúlkunnar smám saman frá móður, sem á skort-
inn sammerktan með henni sjálfri, yfir á föðurinn. Þessi breyting á sér stað þegar
einstaklingurinn tekur þroskaskrefið frá barni til unglings og kemur annars vegar
fram í óskinni um að eignast barn, þ.e.a.s. að bæta upp skortinn með því að vera
með barni. Hún hefur þá svo að segja sinn eigin innri lim. Hins vegar kemur hún
fram í þrá eftir karlmanni.61
Irigaray telur greiningu Freuds ekki endilega ranga, heldur enduspegli hún
stöðu vísinda í samtíma hans. Megingalli hennar sé sá að Freud spyrji aldrei
spurningarinnar hvað valdi því sem hann skilgreinir sem reðursöfund, hvað þá
að hann hugi að félagslegu samhengi og stöðu kvenna. Freud hugi auk þess lítt
að öðrum menningarsamfélögum og stöðu kvenna þar. Það hefði getað hjálp-
að honum að skilja að kenning hans sé aðeins ein af hliðarafurðum vestrænnar
menningar, nánar tiltekið borgaralegs samfélags um aldamótin 1900, en að mati
55 Af íslenskum höfundum má aftur nefna rit Sigríðar Þorgeirsdóttur, Kvenna megin, sem er upp-
gjör við þessa tvíhyggju. Einnig má benda á grein Söru Heinämaa 2005.
56 Irigaray 1979: 33–48.
57 Irigaray 1980: 69–74, Irigaray 1979: 33–34.
58 Irigaray 1980: 25, 29, 76 og 34–40, Irigaray 1979: 38–40.
59 Irigaray 1980: 83, Irigaray 1979: 37–38.
60 Irigaray 1980: 90, Irigaray 1979: 34–35.
61 Irigaray 1980: 95–100, Irigaray 1979: 40–41, 48–49.
Hugur 2014-5.indd 86 19/01/2015 15:09:34