Hugur - 01.01.2014, Blaðsíða 122
122 Henry Alexander Henrysson
skilyrðislaust til ástands stofna þegar viðhorf til skotveiða eru mótuð. Þessi skoð-
un hefur reyndar sem betur fer átt sífellt meira fylgi að fagna á síðustu áratugum,
svo miklu fylgi reyndar að segja má að hún sé óumdeild. Staðreyndin er þó sú
að fyrir utan þetta atriði, sem er í raun og veru ekki lengur sérkenni vísindalegra
viðhorfa, þá skiptast vísindamenn í fylkingar þegar kemur að umhverfismálum.
Vísindaleg hugsun dugir ekki ein og sér til að fella ákveðna tegund dóma um það
hvort skotveiðar séu ámælisverðar eða ekki. Hún kann að vera nauðsynleg, eins
og mikilvægi sjálfbærninnar sýnir fram á, en hún er aldrei nægjanleg þegar kemur
að siðadómum. Gott dæmi um þetta eru fylkingar vísindamanna innan Alþjóða-
hvalveiðiráðsins. Undanfarna áratugi hafa vísindamenn tekist á innan þeirrar
stofnunar um réttmæti hvalveiða. Þar er ekki um að ræða fylkingar vísindamanna
gegn tilfinningaríkara fólki, eins og stundum er gefið í skyn (til dæmis þegar rætt
er um réttmæti vísindaveiða á hvölum).24
Þriðja gerð viðhorfs til skotveiða sem greina má hjá þeim sem um þær fjalla
má kenna við náttúrugæði. Grunnstefið hér er að dýr hafi ekki eigingildi heldur
hafi þau gildi – séu verðmæti – fyrir ákveðna einstaklinga eða hópa. Meðal stuðn-
ingsmanna þessa viðhorfs takast, í grófum dráttum, tvær andstæðar skoðanir á.
Annars vegar er það sú skoðun að verðmæti dýrsins felist í að vera „bráð“ og þá
getur hvort sem er kjötið eða veiðin skipað hæstan sess.25 Hins vegar er það sú
skoðun að verðmæti dýrsins felist fyrst og fremst í því að vera sú náttúruprýði
sem það er. Skiptir þá litlu máli hvort skipulega sé gert út á skoðunarferðir eða
ekki. Þegar vistfræði og áhersla á sjálfbærni er skoðuð í þessu samhengi kemur
ýmislegt í ljós. Áherslan nýtist til dæmis ekki verndunarsinnum sérstaklega vel
heldur eru það veiðimenn sem geta bent á sjálfbærni sem réttlætingu á því hvort
skotveiðar séu stundaðar eða ekki. Veiðimenn segjast veiða á sjálfbæran hátt enda
sé nauðsynlegt að grisja stofna. Sjálfbærni getur jafnvel verið notuð sem réttlæting
á skoðunum sem virðast varla vera í anda náttúruverndar. Eitt dæmi um slíkt er
þegar rætt er um siðferðilega skyldu til að nýta allt það prótein sem nýtanlegt er
á sjálfbæran máta.26 Vissulega kann það að vera réttmætt viðhorf að bera saman
margvísleg umhverfisáhrif veiða og landbúnaðar en sú skoðun sem hérna er lýst
skautar framhjá mörgum öðrum mikilvægum sjónarmiðum, eins og nauðsyn-
24 Vandamálið við að rökstyðja vísindalegt gildi vísindaveiða er einkum af tvennu tagi. Annars vegar
er enginn einn mælikvarði til sem segir fyrir um hvers konar þekkingu skal öðlast með þeim.
Nýlega úrskurðaði til dæmis alþjóðlegur dómstóll að vísindaveiðar Japana á hvölum við Suður-
skautið væru ólögmætar, meðal annars þar sem Japanir gætu ekki sýnt fram á vísindalegt gildi
þeirra. Hins vegar er það einfaldlega svo að margir frambærilegir vísindamenn eru ákafir vernd-
unarsinnar og telja þeir sig ekki þurfa að fórna neinu af vísindalegum viðhorfum sínum til að vera
þeirrar skoðunar.
25 Í þessu sambandi vaknar auðvitað spurningin um hvaða hluta dýrsins stendur til að nýta. Því
meira sem veiðimaðurinn nýtir af dýrinu því erfiðara verður að segja að drápið hafi verið „ónauð-
synlegt“. Veiðar sem hafa það eitt að markmiði að nýta ákveðinn part af dýri, svo sem þegar horn
og tennur eru söguð af fílum og nashyrningum eða þegar veiðimaður urðar hræið, eru augljóslega
mun opnari fyrir gagnrýni.
26 Hannes Hólmsteinn Gissurarson (2013) er einn þeirra sem hafa fært rök fyrir því að í heimi þar
sem fæða er af skornum skammti sé ósiðlegt að banna sjálfbæra nýtingu á próteinríkum skepn-
um.
Hugur 2014-5.indd 122 19/01/2015 15:09:36