Hugur - 01.01.2014, Blaðsíða 162

Hugur - 01.01.2014, Blaðsíða 162
162 Ólafur Páll Jónsson svo duglegur að fara út með ruslið,“ eða „Jóna á skilið hrós fyrir frammistöðu sína með landsliðinu,“ eða „það ætti að flengja Gutta fyrir að rífa buxurnar sínar“. Af verðleikakenningu um réttlæti myndi þá leiða að réttlætinu hafi ekki verið þjónað sem skyldi ef Guðmundur fær ekki klapp á bakið, Jóna ekkert hrós og Gutti sleppur við flengingu. En þegar um barn er að ræða, þá varðar ekki mestu hverju það hefur áorkað, því það hefur vísast ekki áorkað miklu. Að meta verðleika barns felur frekar í sér að horfa til þess sem bíður barnsins – horfa til framtíðar þess frekar en fortíðar. Verðleikar barns birtast ekki sem staðreynd um heiminn heldur sem möguleiki í nálægri og fjarlægri framtíð, það sem getur orðið. En hvernig metur maður þá verðleika barns ef þeir varða frekar óorðna framtíð en liðna for- tíð? Og hvernig geta slíkir verðleikar barns verið grundvöllur verðskuldunar? Líf fullorðinna er gjarnan líf í veruleika – fullorðið fólk er oft bundið þeim veruleika sem við því blasir, jafnvel niðurnjörvað í hann. Þessi veruleiki er grund- völlur mats okkar á verðleikum og þar með verðskuldun. Og að því marki sem réttlæti og ranglæti byggjast á verðleikum, þá er það veran – það sem er – sem leggur okkur til mælikvarðana. Eða svo er okkur tamt að hugsa. Þegar um er að ræða börn gengur þessi hugsunarháttur alls ekki upp. Ef um mjög ung börn er að ræða hafa þau einfaldlega ekki áorkað miklu, eðli málsins samkvæmt. Þau mót sem okkur er tamt að fella hugsun okkar í þegar viðfangsefnið er réttlæti og ranglæti í heimi fullorðinna passa hreinlega ekki þegar um börn er að ræða. Eftir þessum hugsunarhætti, þ.e. að skilja verðleika sem það sem fólk hefur áorkað og meta verðskuldun fólks – hvað það á skilið – út frá verðleikum þess, ættu börn lítið skilið og ungabörn ekkert. Hér vakna tvær spurningar: (1) Verðum við að hugsa um réttlæti og ranglæti á gjörólíkum forsendum þegar um er að ræða börn annars vegar og fullorðna hins vegar? (2) Hvenær gerist það, að börn hætta að vera börn og breytast í fullorðna frá sjónarhóli réttlætis? Seinni spurningin gefur okkur hugboð um að eitthvað hafi farið úrskeiðis í röksemdafærslunni. Til að auka á óþægindin gætum við spurt áfram: Gerist það smátt og smátt að viðmið um réttlæti breytast? Eru unglingar kannski undirorpn- ir tvennskonar viðmiðum um réttlæti á sama tíma? Gætu slík tvennskonar viðmið jafnvel verið andstæð? Það gæti skýrt vandræðaganginn sem oft er á þeim – og foreldrum þeirra líka. En ég held samt ekki. Ég held að báðar þessar spurningar séu misvísandi og að sú tilgáta að ólík lögmál um réttlæti gildi um börn og full- orðna sé einfaldlega ekki rétt. Ástæðan er ekki sú að réttlæti í tilviki barna ráðist af unnum verkum, eins og hjá fullorðnum, heldur að verðleikar sem grundvöllur réttlætis í tilviki fullorðinna ráðast meir af hinu ókomna en því liðna. Hér höfum við nú tvo kosti, annars vegar að hafna þeirri hugmynd að verðleikar fólks ráðist af því sem það hefur áorkað og hins vegar að hafna verðleikahugmyndinni um rétt- læti. Ég legg til að við förum fyrri leiðina, höfnum hugmyndinni um að verðleikar byggist á því sem fólk hefur áorkað. Hugur 2014-5.indd 162 19/01/2015 15:09:38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.