Hugur - 01.01.2014, Blaðsíða 135
Að standa ekki á sama 135
mörgu anga umræðunnar um umhyggju og umhyggjusiðfræði sem vaxið hafa síð-
astliðna áratugi og dregur fram nokkuð heildstæða mynd af umhyggjusiðfræði.
Umhyggja
Um umhyggjusiðfræði hefur mikið verið skrifað á síðastliðnum áratugum og
standa töluverðar deilur um hvernig beri að skilja hugtakið. Hér gefst ekki rúm
til þess að greina umhyggjuhugtakið í þaula því það er talsvert flóknara en kann
að virðast í fyrstu. Í þeirri takmörkuðu umræðu sem farið hefur fram með-
al heimspekinga um umhyggju hefur myndast hefð fyrir því að staðsetja hana
innan heimilisins. Held bendir á að í tilraunum sínum til þess að hefja sig yfir
þau vandamál sem fylgja þjóðflokkasamfélögum (e. tribes) hafi kenningasmiðir
ríkjandi siðfræðikenninga oft og iðulega lagt heimilið og vinasambönd að jöfnu
við leifar af slíkum samfélögum. Þjóðflokkasamfélögin eru í þessu samhengi álit-
in vera eitthvað náttúrulegt sem þurfi að yfirstíga, kerfi þar sem við erum fyrst
og fremst siðferðislega skuldbundin okkar nánustu. Heimilin eru svo aftur sams
konar vettvangur og í besta falli er litið svo á að leyfilegt sé að vera hliðhollur fjöl-
skyldumeðlimum svo framarlega sem við brjótum ekki reglur siðfræðikenning-
anna gagnvart samfélaginu í heild.5 Lítið hefur farið fyrir tilraunum til að greina
hvað gerist á heimilinu eða velta fyrir sér hvort náin samskipti hafi einhverja
siðferðislega vídd. Heimilið, og þar með talin umhyggja, er því afgreitt þannig
að það tilheyri sviði náttúrunnar á meðan menning og siðferði heyra undir hið
opinbera. Í grein sinni „The generalized and the concrete other“ bendir Seyla
Benhabib á hvernig þetta birtist í þeirri kynjuðu umræðuhefð sem við höfum erft
frá upplýsingunni:
[…] hið kvenlæga er hrakið úr sögunni og yfir í ríki náttúrunnar, frá hinu
augljósa almenningsrými til innviða heimilishaldsins, frá siðandi áhrif-
um menningar til hinna síendurteknu byrða uppeldis og æxlunar. Hið
almenna rými, rými réttlætisins, hreyfist sögulega á meðan einkarýmið,
rými umhyggju og nándar, er óbreytanlegt og tímalaust.6
Hið opinbera rými er svið pólitíkur, vísinda og lista, sviða sem þar til nýlega
hafa nánast að öllu heyrt undir karlmanninn. Þetta eru greinar sem oft er þannig
stillt upp að með þeim hefji maðurinn sjálfan sig yfir náttúruna. Þetta rými er
heimur Manns Skynseminnar. Heimilið, hið lokaða einkarými, er staðurinn þar
sem uppfylling náttúrulegra þarfa á sér stað og það er þar sem fjölgunin á sér stað.
Einkarýmið stendur því gegnt hinu opinbera rými og er sá staður þar sem maður-
inn er bundinn við dýrslegan þátt sinn. Hvað varðar skilgreiningu Kants og Mills
á siðverunni, spretta siðfræðikenningar þeirra upp úr þessari skörpu aðgreiningu
sem femínistar og femínískir heimspekingar hafa gagnrýnt svo mjög, t.a.m. með
5 Held 2006: 12.
6 Benhabib 1992: 157.
Hugur 2014-5.indd 135 19/01/2015 15:09:36