Hugur - 01.01.2014, Blaðsíða 220
220 Marteinn Sindri Jónsson
andartaki og áður. Baðstrandargestir standa í sömu sporum og frisbídiskur hangir
í lausu lofti.
Sérhver taug gladdist yfir sjálfri sér og öllu hinu, á meðan æðaslátturinn, órói
sigurverksins, minnti aðeins á unað andartaksins og gaf hann til kynna.
Unga fólkið leggst niður innan um hreyfingarlausa líkama í glampandi sól og
sleikir hana af áfergju. Næsti áfangastaður er sveitahátíð í spænsku þorpi. Sögu-
hetjurnar okkar hlaupa í tímaleysinu á milli kyrrstæðra, svífandi tómata, sem
margir hverjir voru í þann mund að lenda á andlitum þorpsbúa þegar tíminn
stöðvaðist skyndilega.
Ég sveif um – ekki eins og fuglinn fljúgandi, sem sker loftið, og yfirgefur jörð-
ina, heldur eins og vindurinn, sem bylgjar kornið á ökrunum, bærir bárur
hafsins, íbyggin þögn næturinnar, eintal kyrrðar dagsins.
Ferðalaginu um þetta eilífðarandartak lýkur svo á tónleikum með Nicki Minaj
sem hefur staðnæmst, líkt og heimurinn allur, í andartakinu.
Öll blæbrigði hugans hvíldu þar og endurómuðu sem tónlist. Sérhver hugsun
gaf kost á sér og sérhver hugsun gaf kost á sér með hátíðarbrigðum sælunnar,
hin heimskulegasta hugdetta ekki síður en hin litríkasta hugmynd.
Á hárréttu andartaki byrjar tíminn aftur að líða og Nicki Minaj syngur: Ég óska
þess að ég gæti átt þetta andartak um stund, um stund, um stund.
Mig óraði fyrir öllum áhrifum, og því vöknuðu þau með sjálfum mér. Til-
veran öll var eins og ástfangin af mér, og allt skalf og titraði í hættulegu
sambandi við líf mitt.
Og parið kastar sér út í áhorfendaskarann í sæluvímu, og baðstrandagestir halda
áfram leik sínum á ströndinni og tómatar skella á glaðbeittum andlitum. Tími til
að fá sér aðra Pepsi?31
Heimildir
Benjamin, Walter. 2005. Um söguhugtakið. Greinar um söguspeki. Þýð. Guðsteinn
Bjarnason. Hugur 17, 27‒36.
31 Fjölmargir eiga þakkir skildar fyrir lestur á þessum texta og samræður um efnið á ýmsum stigum,
en segja má að greinin reki rætur sínar til námsritgerðar undir handleiðslu Björns Þorsteinssonar
og málstofu um heimspeki Kierkegaards í umsjá Sigríðar Þorgeirsdóttur sem ég tók á þriðja ári
mínu í B.A.-námi í heimspeki við Háskóla Íslands. Kann ég þeim, Páli Skúlasyni, Steinari Erni
Atlasyni, Nönnu Hlín Halldórsdóttur, Kristjáni Guðjónssyni, Svönu Víkingsdóttur, Þóri Jóns-
syni Hraundal, Jóni Karli Helgasyni, Fríðu Bjarneyju Jónsdóttur og Katrínu Helenu Jónsdóttur
bestu þakkir fyrir aðstoð sína og hvatningu.
Hugur 2014-5.indd 220 19/01/2015 15:09:40