Hugur - 01.01.2014, Blaðsíða 181
„Ég – Luce Irigaray“ 181
til að geta svarað þess konar gagnrýni. Núna er ég aðeins betur undirbúin: Ég veit
örlítið betur hvernig þetta virkar í tungumáli þar sem kyn kemur svo að segja ekki
fram í greininum eins og það gerir í frönsku. Ég veit að það kemur fram annars
staðar – til dæmis í notkun forsetninga. Ég tel að þetta veki upp spurningar varð-
andi hugmyndina um hið altæka í tungumálinu. Í dag myndi ég mögulega segja
að í vissum skilningi sé hið altæka mögulega tveir á sviði samræðu, og að það geti
rutt brautina að rökréttri breytingu eða viðbótarbreytingu á sviði tungumáls (fr.
langue). Þetta veldur vissulega líka spennandi en stórum vanda fyrir tölvukerfi.
Sp. Í Speculum kallar þú eftir nálgun að draumaráðningum sem myndu fara með
drauminn, ekki sem „myndagátu“ sem lýtur „fyrirfram ákveðinni myndrænni reglu“,
heldur sem eins konar myndletur, manngervingu af annars konar skipan skrifta. Nýlega
hefur þú fært rök fyrir því að skrif í rökréttri röð séu „sögulega tengd hinu borgaralega
og trúarlega kerfi feðraveldisins“ og þú hefur bent á að til hafi verið fornt samfélags-
kerfi þar sem þátttaka kvenna í borgaralegu og trúarlegu lífi hafi á einhvern hátt verið
tengd „enn að hluta til í óeiginlegri merkingu, ekki-óhlutbundnum“ kerfum ritaðra
tákna. Eru tengsl milli myndleturs draumahandrits hins ómeðvitaða og umræddra
skrifa þessarar for-feðraveldissögu sem eru „að hluta til í óeiginlegri merkingu“?
Sv. Ég myndi segja að í bók eins og Þetta kyn sem ekki er eitt (Ce sexe qui n’en est pas
un) hafi ég spurt sjálfa mig – sem virðist fyrir mér svara spurningu ykkar – hvort
kona svaraði ekki í einum skilningi til þess sem við köllum hið „ómeðvitaða“. Ef
menningin er reist á ákveðinni bælingu hinnar myndrænu skipunar og ef það sem
snýr aftur að nóttu til í dulbúningi draumsins birtist sem eins konar myndletur,
eru það þá ekki ummerki um mun almennari myndletursskipan sem hefur þegar
verið sögulega bæld, sérstaklega á Vesturlöndum? Til þess að komast að því þyrfti
að greina drauma menningarheima þar sem skrif eru enn þann dag í dag mynd-
leturstengdari, en ég hef ekki gert það. Ég veit að þeir menningarheimar þar sem
skrift er myndrænni eru almennt jákvæðari gagnvart kvenkyns sjálfsverum og
menningu hins kvenlega.
Sp. Í „Tilburðum í sálgreiningu“ („Le geste en psychanalyse“) segir þú að stelpur og
strákar stígi inn í tungumálið gegnum líkamlegt látbragð: látbragð drengsins, til dæmis
í hinu freudíska „fort/da“, hneigist að því að líkamna breytilega og línulega hreyfingu
sem hermir einnig eftir sjálfsfróunarstíl hans. Þar sem stelpur hneigjast til að vera
hringlaga, sjálfs-umlykjandi og tjá tengsl við móðurina [(m)other],8 frekar en yfirráð
yfir henni – þýðir þetta að rök (e. logic) fyrir yfirráðum rista í einhverjum skilningi
djúpt í líkamsbyggingu drengsins, eða í það minnsta í getu hans til sjálfsfrygðar? Ef
menningarleg bæling hvílir á enduruppbyggingu tungumála, verðum við þá að breyta
sjálfu látbragðinu sem drengir og stúlkur nota þegar þau stíga inn í tungumálið?
Sv. Ja, mér virðist sem að í þessum greinarhluta hafi ég verið að tala um látbragð
litla drengsins [Hans, úr ritgerð Freuds „Handan vellíðunarlögmálsins“]. Það lát-
8 [Hér leika spyrlar sér með orðið móðir með því að setja „m-ið“ í „mother“ innan sviga þannig
að orðið bæði átt við móðurina og hinn. Þetta er stílbragð sem Luce Irigaray notar oft í textum
sínum. – Þýð.]
Hugur 2014-5.indd 181 19/01/2015 15:09:39