Hugur - 01.01.2014, Blaðsíða 230
230 Páll Skúlason
trúi ekki á dulræn öfl handan mannlegs skilnings, jafnvel þó skynsemin segi mér
að það hljóti að vera kraftar að verki í alheiminum sem við ekki þekkjum eða
skiljum. En ég trúi því ekki að orðin rómantík eða dulhyggja komi að notum í
viðureign okkar við það sem hér er í húfi. Mikilvægast er að skilja það samband
við náttúruna sem við mótum í reynslu okkar og huga og það hvernig okkur tekst
að skýra þessa reynslu fyrir sjálfum okkur og öðrum.
Í bók sinni, Gaia. Ný sýn á líf á jörðinni (Gaia. A New Look at Life on Earth, 1979),
og nýjasta verki sínu, Hefnd Gaiu (The Revenge of Gaia, 2006), skýrir læknirinn og
vísindamaðurinn James Lovelock hvernig táknmyndin Gaia (sem upphaflega var
grísk gyðja sem táknaði jörðina) hjálpaði honum að skilja eigin reynslu af plán-
etunni okkar sem lifandi veru, sjálfskapandi heild sem lýtur eigin gildum, reglum
og markmiðum. Lovelock er ekki í nokkrum vafa um að við verðum að þróa nýjan
andlegan skilning á náttúrunni til þess að undirbúa okkur fyrir framtíðina. Og til
að fylgja slíkum skilningi eftir verðum við að endurskoða okkar eigin þankagang.
Til þess tileinkum við okkur orðaforða sem hæfir tengslum okkar við náttúruna
sem veruleika handan þess sem við getum skilið í meðvitaðri hugsun okkar.
Mikilvæg hugtök eins og Guð og Gaia eru ekki skiljanleg í takmörkuðu
rými meðvitaðra huga okkar, en þau hafa merkingu í innri hugarfylgsn-
um okkar þar sem innsæið á sinn sess. Djúpar hugsanir undirvitundar
okkar eru ekki mótaðar með röklegum hætti; þær koma fram í dagsljósið
fullmótaðar sem vitund okkar og meðfæddur eiginleiki til að greina á
milli góðs og ills.25
Ég tel að Lovelock hafi rétt fyrir sér og að við eigum enn langt í land með
að þróa og skilja samband okkar við náttúruna og okkur sjálf. Grundvallarhug-
myndir okkar, sem miðla reynslu okkar og hjálpa okkur í leit að merkingu á
stefnumóti okkar við náttúruna og sjálf okkur, eru ekki byggðar með skynsam-
legum hætti líkt og tæknibúnaður okkar mannanna. Í upphafi þessarar ritgerðar
nefndi ég hugmyndina um hagkvæmnina sem menningarheimur samtíðar okkar
hefur hafið á loft sem æðst gilda. Segja mætti að hagkerfi heimsins þrífist á sífellt
aukinni hagkvæmni í framleiðslu og dreifingu veraldlegra gæða meðal fólks. Á
sama tíma er það einmitt þetta hagkerfi, með sínum hagkvæmu háttum í nýtingu
auðlinda okkar á jörðinni, sem að áliti margra vísindamanna hefur áhrif á sjálf-
stæða starfsemi jarðarinnar með aðferðum sem kunna að leiða til hamfara fyrir
allar lifandi verur, ekki aðeins okkur mennina sem berum sennilega meginábyrgð
á stöðu mála. Eitt mikilvægasta baráttumál okkar tíma er að móta og framkvæma
hugmyndir sem gera hagkerfum heimsins kleift að starfa vel án þess að gengið sé
gegn hagsmunum jarðarinnar.
25 Lovelock 2007: 177. Lovelock telur okkur enn eiga langt í land með að læra að koma á tilhlýðileg-
um tengslum við jörðina og skilja hana sem lifandi og sjálfskapandi kerfi: „Trúarbrögð okkar hafa
enn hvorki gefið okkur reglur né leiðbeiningar um samband okkar við Gaiu. Hugtak mannhyggj-
unnar um sjálfbæra þróun og hið kristna hugtak um þjónustulund bera bæði merki ómeðvitaðs
hroka. Við höfum hvorki þekkingu né getu til að þjóna jörðinni eða þróa hana. Við erum engu
betur til þess fallin að standa vörð um jörðina en geitur til garðyrkjustarfa“ (Sama rit: 176).
Hugur 2014-5.indd 230 19/01/2015 15:09:41