Hugur - 01.01.2014, Page 230

Hugur - 01.01.2014, Page 230
230 Páll Skúlason trúi ekki á dulræn öfl handan mannlegs skilnings, jafnvel þó skynsemin segi mér að það hljóti að vera kraftar að verki í alheiminum sem við ekki þekkjum eða skiljum. En ég trúi því ekki að orðin rómantík eða dulhyggja komi að notum í viðureign okkar við það sem hér er í húfi. Mikilvægast er að skilja það samband við náttúruna sem við mótum í reynslu okkar og huga og það hvernig okkur tekst að skýra þessa reynslu fyrir sjálfum okkur og öðrum. Í bók sinni, Gaia. Ný sýn á líf á jörðinni (Gaia. A New Look at Life on Earth, 1979), og nýjasta verki sínu, Hefnd Gaiu (The Revenge of Gaia, 2006), skýrir læknirinn og vísindamaðurinn James Lovelock hvernig táknmyndin Gaia (sem upphaflega var grísk gyðja sem táknaði jörðina) hjálpaði honum að skilja eigin reynslu af plán- etunni okkar sem lifandi veru, sjálfskapandi heild sem lýtur eigin gildum, reglum og markmiðum. Lovelock er ekki í nokkrum vafa um að við verðum að þróa nýjan andlegan skilning á náttúrunni til þess að undirbúa okkur fyrir framtíðina. Og til að fylgja slíkum skilningi eftir verðum við að endurskoða okkar eigin þankagang. Til þess tileinkum við okkur orðaforða sem hæfir tengslum okkar við náttúruna sem veruleika handan þess sem við getum skilið í meðvitaðri hugsun okkar. Mikilvæg hugtök eins og Guð og Gaia eru ekki skiljanleg í takmörkuðu rými meðvitaðra huga okkar, en þau hafa merkingu í innri hugarfylgsn- um okkar þar sem innsæið á sinn sess. Djúpar hugsanir undirvitundar okkar eru ekki mótaðar með röklegum hætti; þær koma fram í dagsljósið fullmótaðar sem vitund okkar og meðfæddur eiginleiki til að greina á milli góðs og ills.25 Ég tel að Lovelock hafi rétt fyrir sér og að við eigum enn langt í land með að þróa og skilja samband okkar við náttúruna og okkur sjálf. Grundvallarhug- myndir okkar, sem miðla reynslu okkar og hjálpa okkur í leit að merkingu á stefnumóti okkar við náttúruna og sjálf okkur, eru ekki byggðar með skynsam- legum hætti líkt og tæknibúnaður okkar mannanna. Í upphafi þessarar ritgerðar nefndi ég hugmyndina um hagkvæmnina sem menningarheimur samtíðar okkar hefur hafið á loft sem æðst gilda. Segja mætti að hagkerfi heimsins þrífist á sífellt aukinni hagkvæmni í framleiðslu og dreifingu veraldlegra gæða meðal fólks. Á sama tíma er það einmitt þetta hagkerfi, með sínum hagkvæmu háttum í nýtingu auðlinda okkar á jörðinni, sem að áliti margra vísindamanna hefur áhrif á sjálf- stæða starfsemi jarðarinnar með aðferðum sem kunna að leiða til hamfara fyrir allar lifandi verur, ekki aðeins okkur mennina sem berum sennilega meginábyrgð á stöðu mála. Eitt mikilvægasta baráttumál okkar tíma er að móta og framkvæma hugmyndir sem gera hagkerfum heimsins kleift að starfa vel án þess að gengið sé gegn hagsmunum jarðarinnar. 25 Lovelock 2007: 177. Lovelock telur okkur enn eiga langt í land með að læra að koma á tilhlýðileg- um tengslum við jörðina og skilja hana sem lifandi og sjálfskapandi kerfi: „Trúarbrögð okkar hafa enn hvorki gefið okkur reglur né leiðbeiningar um samband okkar við Gaiu. Hugtak mannhyggj- unnar um sjálfbæra þróun og hið kristna hugtak um þjónustulund bera bæði merki ómeðvitaðs hroka. Við höfum hvorki þekkingu né getu til að þjóna jörðinni eða þróa hana. Við erum engu betur til þess fallin að standa vörð um jörðina en geitur til garðyrkjustarfa“ (Sama rit: 176). Hugur 2014-5.indd 230 19/01/2015 15:09:41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.