Hugur - 01.01.2014, Blaðsíða 196
196 Martin Heidegger
fyrir sjálfum okkur eður ei – verða að rísa upp úr jörðinni af rótum sínum til þess
að geta blómstrað í ljósvakanum og borið ávöxt“ (Verk, ritstj. Altwegg, III, 314).
Ljóðskáldið vill með þessu segja: Ef sannarlega ánægjulegt og heilbrigt mann-
anna verk á að dafna, verður maðurinn að geta risið úr djúpi heimaslóða sinna
og upp til ljósvakans. Ljósvaki merkir hér: frjálst loft hinna háu himna, hið opna
svið andans.
Nú vakna fleiri hugsanir og við spyrjum: Eiga þessi ummæli Johanns Peters
Hebel enn við í dag? Dvelur maðurinn enn vær á milli himins og jarðar? Ríkir
andi íhugunar enn yfir landinu? Er enn til heimaland með sterkum rótum, sem
maðurinn getur staðið stöðugur á, það er fundið fyrir rót-festu sinni?
Margir Þjóðverjar hafa glatað heimkynnum sínum, hafa orðið að yfirgefa þorp
sín og bæi og verið hraktir frá heimahögunum. Ótal margir aðrir flytja á brott
þótt heimkynni þeirra hafi bjargast. Þeir hafa sogast inn í hringiðu stórborg-
anna, og verða að setjast að í eyðilöndum iðnaðarhverfa. Þeir hafa nú fjarlægst
fyrrum heimkynni sín. En hvað með þá sem hafa haldið kyrru fyrir heima? Oft
eru þeir jafnvel heimilislausari en þeir sem hafa verið hraktir að heiman. Hverja
klukkustund og alla daga eru þeir undir álögum útvarps og sjónvarps. Vikulega
flytja kvikmyndirnar þá inn á framandi, en þó iðulega kunnuglegar hugmynda-
lendur, og spinna þar upp heim sem er enginn heimur. Alls staðar er Myndskreytta
fréttablaðið (Illustrierte Zeitung) fáanlegt. Allt það sem tæknilegir fréttamiðlar
nútímans nota til þess að örva manninn, herja á hann og láta dynja á honum á
hverri stundu – allt það stendur honum miklu nær í dag en akrarnir á bújörð hans,
nær en himininn yfir jörðinni, nær en dægragangur dags og nætur, nær en venjur
og siðir í þorpinu, nær en hefðir ættjarðarinnar.
Enn fleiri hugsanir vakna og við spyrjum: Hvað er hér að gerast – hjá þeim sem
hafa hrakist frá heimkynnum sínum ekki síður en þeim sem hafa haldið þeim?
Svar: sjálfri rótfestu mannsins er ógnað í dag. Það sem meira er: Ástæðuna fyrir
vaxandi rótleysi er hvorki aðeins að finna í ytri aðstæðum og örlögum, né heldur
kæruleysi og yfirborðskenndum lífsháttum mannsins. Þetta rótleysi sprettur af
tíðarandanum sem við lifum öll í.
Við verðum enn frekar hugsi og spyrjum: Ef það er rétt, getur maðurinn vænst
þess, eða má enn vænta þess af baksi hans í framtíðinni, að verk hans geti þrifist
í frjórri jörð átthaganna og risið upp til ljósvakans, upp í heiðríkju himnanna
og andans? Eða mun allt falla í klær áætlanagerðar og útreiknings, skipulags og
sjálfvirkni?
Ef við hugleiðum hver sé boðskapur minningarhátíðarinnar í dag tökum við
eftir því að öld okkar stendur ógn af því hvernig maðurinn glatar tengslum við
uppruna sinn. Og við spyrjum: Hvað er eiginlega að gerast á okkar tímum? Hvað
einkennir þá?
Öldin sem nú er að hefjast hefur nýlega verið kölluð kjarnorkuöld. Mest áber-
andi tákn hennar er kjarnorkusprengjan. En þetta tákngerir aðeins hið augljósa;
því það varð strax ljóst að kjarnorkuna má einnig nota í friðsamlegum tilgangi.
Þess vegna taka kjarneðlisfræðingar alls staðar þátt í gríðarmiklum áætlunum
um að virkja kjarnorkuna til friðsamlegra nota. Stóru iðnfyrirtækin í leiðandi
Hugur 2014-5.indd 196 19/01/2015 15:09:39