Hugur - 01.01.2014, Síða 196

Hugur - 01.01.2014, Síða 196
196 Martin Heidegger fyrir sjálfum okkur eður ei – verða að rísa upp úr jörðinni af rótum sínum til þess að geta blómstrað í ljósvakanum og borið ávöxt“ (Verk, ritstj. Altwegg, III, 314). Ljóðskáldið vill með þessu segja: Ef sannarlega ánægjulegt og heilbrigt mann- anna verk á að dafna, verður maðurinn að geta risið úr djúpi heimaslóða sinna og upp til ljósvakans. Ljósvaki merkir hér: frjálst loft hinna háu himna, hið opna svið andans. Nú vakna fleiri hugsanir og við spyrjum: Eiga þessi ummæli Johanns Peters Hebel enn við í dag? Dvelur maðurinn enn vær á milli himins og jarðar? Ríkir andi íhugunar enn yfir landinu? Er enn til heimaland með sterkum rótum, sem maðurinn getur staðið stöðugur á, það er fundið fyrir rót-festu sinni? Margir Þjóðverjar hafa glatað heimkynnum sínum, hafa orðið að yfirgefa þorp sín og bæi og verið hraktir frá heimahögunum. Ótal margir aðrir flytja á brott þótt heimkynni þeirra hafi bjargast. Þeir hafa sogast inn í hringiðu stórborg- anna, og verða að setjast að í eyðilöndum iðnaðarhverfa. Þeir hafa nú fjarlægst fyrrum heimkynni sín. En hvað með þá sem hafa haldið kyrru fyrir heima? Oft eru þeir jafnvel heimilislausari en þeir sem hafa verið hraktir að heiman. Hverja klukkustund og alla daga eru þeir undir álögum útvarps og sjónvarps. Vikulega flytja kvikmyndirnar þá inn á framandi, en þó iðulega kunnuglegar hugmynda- lendur, og spinna þar upp heim sem er enginn heimur. Alls staðar er Myndskreytta fréttablaðið (Illustrierte Zeitung) fáanlegt. Allt það sem tæknilegir fréttamiðlar nútímans nota til þess að örva manninn, herja á hann og láta dynja á honum á hverri stundu – allt það stendur honum miklu nær í dag en akrarnir á bújörð hans, nær en himininn yfir jörðinni, nær en dægragangur dags og nætur, nær en venjur og siðir í þorpinu, nær en hefðir ættjarðarinnar. Enn fleiri hugsanir vakna og við spyrjum: Hvað er hér að gerast – hjá þeim sem hafa hrakist frá heimkynnum sínum ekki síður en þeim sem hafa haldið þeim? Svar: sjálfri rótfestu mannsins er ógnað í dag. Það sem meira er: Ástæðuna fyrir vaxandi rótleysi er hvorki aðeins að finna í ytri aðstæðum og örlögum, né heldur kæruleysi og yfirborðskenndum lífsháttum mannsins. Þetta rótleysi sprettur af tíðarandanum sem við lifum öll í. Við verðum enn frekar hugsi og spyrjum: Ef það er rétt, getur maðurinn vænst þess, eða má enn vænta þess af baksi hans í framtíðinni, að verk hans geti þrifist í frjórri jörð átthaganna og risið upp til ljósvakans, upp í heiðríkju himnanna og andans? Eða mun allt falla í klær áætlanagerðar og útreiknings, skipulags og sjálfvirkni? Ef við hugleiðum hver sé boðskapur minningarhátíðarinnar í dag tökum við eftir því að öld okkar stendur ógn af því hvernig maðurinn glatar tengslum við uppruna sinn. Og við spyrjum: Hvað er eiginlega að gerast á okkar tímum? Hvað einkennir þá? Öldin sem nú er að hefjast hefur nýlega verið kölluð kjarnorkuöld. Mest áber- andi tákn hennar er kjarnorkusprengjan. En þetta tákngerir aðeins hið augljósa; því það varð strax ljóst að kjarnorkuna má einnig nota í friðsamlegum tilgangi. Þess vegna taka kjarneðlisfræðingar alls staðar þátt í gríðarmiklum áætlunum um að virkja kjarnorkuna til friðsamlegra nota. Stóru iðnfyrirtækin í leiðandi Hugur 2014-5.indd 196 19/01/2015 15:09:39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260
Síða 261
Síða 262
Síða 263
Síða 264
Síða 265
Síða 266
Síða 267
Síða 268

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.